Örvitinn

Kristinfræðikennsla

Umræða síðustu daga um trúboð í skólum í Reykjavík hefur ekkert með kennslu í kristinfræði að gera.

Þetta er ekki hluti af málinu. Ekki láta fólk telja ykkur trú um annað. Vissulega má ræða um kristinfræðina og efnistök þar. Það er bara ekkert til umræðu núna. Það er enginn að tala um að hætta eigi að kenna börnum um kristni og önnur trúarbrögð.

Takk fyrir lesturinn. Hafið það gott.

kristni
Athugasemdir

Walter - 22/10/10 14:45 #

Já og hefur heldur ekkert með það að gera að hætta að halda jól! Það er enginn að tala um það!!

Eða syngja jólalög eða borða piparkökur.

Matti - 22/10/10 14:45 #

Þetta er ótrúlega biluð umræða :-)

Björn Ómarsson - 22/10/10 15:14 #

Þetta snýst um þrennt:

  1. mismunun á grundvelli trúarbragða er ógeðsleg og á ekki að líðast í siðuðu samfélagi

  2. aðskilnaður á grundvelli trúarbragða er viðbjóðslegur og á ekki að líðast í siðuðu samfélagi

  3. Mannréttindi hafa ekkert með meiri-/ og minnihluta að gera. Þessvegna eru þetta mannréttindi, ekki lög.

og ekkert annað. Punktur. Basta.

Magnús T - 22/10/10 21:19 #

Ég var næstum því spældur út í Örn Bárð, fyrst hann var kominn í Maóistapælingarnar, að fara ekki alla leið og líkja Vantrú við Rauðu Khmerana sem vildu sirkabát bara drepa alla sem höfðu nokkra hugsun í hausnum. Þar fór tækifæri forgörðum.

hildigunnur - 23/10/10 22:37 #

maður hefur því miður ekki undan að svara ásökunum um að það sé verið að tala um að leggja niður kristinfræðikennslu og banna jólaföndur og litlujól. Og fólk bara hlustar EKKI! :(

Matti - 23/10/10 22:41 #

Umræðan er nákvæmlega eins og Biskupsstofa vill hafa hana.