Vegið að rótum réttlætis
Þegar opinberir starfsmenn nýta sér opinberan fjölmiðil til að skrumskæla og blekkja er vegið að rótum sannleikans og réttlætisins í samfélaginu.
Það er hneyksli að trúboðar eins tiltekins trúfélags hér á landi hafi opinn aðgang að ríkisfjölmiðli. Það er út í hött að biskupinn fái að útvarpa hatursboðskap sínum og áróðri gegn mannréttindum og réttlæti í útvarpi alls landsmanna.
Ég greiði skatta og gjöld til að halda Ríkisútvarpinu gangandi og mér þykir helvíti blóðugt að ríkiskirkjan skuli fá að nota þessa annars ágætu stofnun fyrir áróður sinn og lygar.
Er ekki mál að linni? Kirkjan getur notað sína eigin miðla (t.d. Morgunblaðið og Fréttablaðið) og miðla annarra trúfélaga til að falsa og blekkja en útvarp allra landsmanna á ekki að vera áróðurstæki ríkiskirkju.
Stendur öðrum til boða að "prédika" vikulega í útvarpinu?
Daníel - 25/10/10 08:44 #
Eru bara allir í samsærinu á móti ykkur? Þú veist hvaða ástandi það lýsir ef maður er viss um að allir séu á móti manni og vondir við mann.....
Matti - 25/10/10 09:07 #
Reyndu að vera málefnalegur í eitt skipti.