Örvitinn

Bubbi segir ósatt

Kristindómurinn er hornsteinn íslenskrar þjóðmenningar. Nú er sótt að trúnni af fullri einurð og krafti með það að markmiði að kristinfræði verði útrýmt úr grunnskólakerfinu #

Ekki segja ósatt Bubbi. Það er enginn að reyna að útrýma kristinfræði úr grunnskólakerfinu. Svona áróður er til skammar. Vonandi fékk Bubbi rangar upplýsingar. Hann getur þá leiðrétt þetta í næstu færslu.

Hér getur hann lesið bókun Mannréttindaráðs og niðurstöðu skýrslu starfshóps um samstarf kirkju og skóla.

Bubbi bætir við:

Hiti trúleysingjanna er einnig oft mikill. Sumt af því fólki hefur nýtt sér höggið sem þjóðkirkjan hefur orðið fyrir og reynir af öllu afli að koma sínu trúleysi að. #

Enginn er að reyna að koma trúleysi að í skólunum.

Hinsvegar segja lögin okkur að það eigi að kenna börnum boðskap Nýja testamentisins og ég sé enga ástæðua til að breyta því. Það er ekki trúboð. Hvað næst? Á að banna kirkjur? Á að banna fullorðnum að syngja Heims um ból? Af hverju bönnum við þá ekki bara Andrés önd af því hann lifir ekki eðlilegu fjölskyldu lífi eða Línu langsokk af því hún elur á agaleysi barna gegn fullorðnum og lítur ekki reglum samfélagsins. Á kannski að brenna Passíusálmana opinberlega og banna flutning þeirra í Ríkisútvarpinu af því þeir særa trúleysi hinna trúlausu? #

Þetta er náttúrulega bara barnalegt. Kristnir hafa gert meira af því að brenna bækur en trúleysingjar í gegnum tíðina. Trúleysingjar á Íslandi eru ekki á móti trúfrelsi. Enginn er að reyna að banna nokkrum að iðka trú sína. Trúariðkun á einfaldlega ekki heima í leik- og grunnskólum.

Við ykkur trúlausu segi ég: lesið Nýja testamentið. Þetta er frábær bók, skemmtileg og spennandi. Leyfið börnum ykkar að lesa hana eða lesið hana fyrir þau. Þið þurfið ekki að trúa til að hrífast. Góð bók er og verður alltaf góð bók

Við Bubba segi ég: Lestu hana sjálfur, ekki láta lesa hana fyrir þig. Hún er nefnilega ekkert sérstaklega frábær og hún er stútfull af fordómum og hatri. Inn á milli leynist líka ágætur boðskapur, en þann boðskap er hægt að finna í mörgum góðum bókum.

kristni
Athugasemdir

Þórður Ingvarsson - 26/10/10 10:30 #

Þetta andrúmsloft! Menn takast ekki á um rök eða staðreyndir heldur reyna að slá menn út af borðinu með bolabrögðum.

Þá umræðuhefð þurfum við ekki í dag – við þurfum upplýsta umræðu.# -Bubbi Morthens

Tinna G. Gígja - 26/10/10 10:59 #

Mannréttindasáttmáli Sameinuðu þjóðanna veitir öllum mönnum rétt að boða trú og þeim sem ekki trúa þann rétt að labba í burtu og kenna börnum sínum það sem þau vilja.

Mannréttindasáttmáli SÞ veitir öllum mönnum rétt til að hlaupa að fólki með hníf á lofti og þeim sem ekki vilja láta stinga sig þann rétt að flýja inn á heimilið og læsa sig þar inni með börnin.

Sigurður Waage - 26/10/10 22:12 #

Stormur í vatnsglasi??:

http://visir.is/adeins-24-kvartad-undan-truarafskiptum-i-skolum/article/2010905681555

Það eru bara börnin ykkar í Vantrú sem eru búin að kvarta, engir aðrir.

Engin litlujól? Það er agalegt, manni hlakkaði alltaf svo til...............

Matti - 26/10/10 22:25 #

Sigurður, ég hef aldrei sent kvörtun til Mannréttindaráðs Reykjavíkur. Ég hef kvartað til leikskólastjóra, skólastjóra og starfsmanna ÍTR.

Það eru barnalegir útúrsnúningar að tala um "bara" 24 kvartanir. Sjálfstæðismenn í borginn eru barnalegir. Þetta er aulapólitík og það eru að mínu matir aular sem taka undir þetta rugl.

Mér finnst satt að segja alls ekki lítið að 24 aðilar hafi kvartað alla leið til Mannréttindanefndar Reykjavíkurborgar. Hvað þarf eiginlega marga til?

Matti - 26/10/10 22:29 #

Ef meta á vandræði og óánægju með ágang presta í skólabörn út frá kvörtunum til Mannréttindaráðs má allt eins ákveða tíðni heimilisofbeldis með því að telja dóma hæstaréttar þar að lútandi. #

Haukur - 27/10/10 10:56 #

Já, mér finnst að 24 kvartanir um núverandi fyrirkomulag sé nú bara talsvert - en að vísu er erfitt að átta sig á því þegar ekki kemur fram hvað þær bárust á löngum tíma.

Að 300 kvartanir hafi borist vegna fyrirhugaðra breytinga á fyrirkomulaginu er talsvert líka - en kannski svolítið erfitt að bera saman. Þessir 24 voru væntanlega að kvarta um eitthvað tiltekið sem hafði komið fyrir þeirra barn en þessir 300 að kvarta um eitthvað almennt sem þeir hafa lesið um í fjölmiðlum að ætti að gerast.

Einar - 27/10/10 21:54 #

Eins og Matti segir hér að þá eru þetta aðeins þær kvartanir sem borist hafa til mannréttindaráðs. Það er nú bara þannig að margir vita ekkert eða vissu ekki fyrir þetta, að þetta ráð væri til, hvað þá að hægt væri að beina til þeirra kvörtunum.

Ekkert var tekið fram í þessari frétt hvað margar kvartanir hafa borist leik og grunnskólum um trúboðið sem þar fer fram en þær kvartanir eru fleiri en ein og fleiri en tvær.

Alveg fáránlegt af Sjálfstæðisflokknum í borginni að taka svona einn hluta af kvörtunum sem borist hafa og gefa í skyn að aðeins þessar kvartanir hafi borist vegna málsins.

Ótrúlegur málflutningur hjá þessum aðilum og ótrúlegt að fjölmiðlar skuli apa þetta upp án þess að skoða hlutina betur. Ótrúlegt að verða vitni af svona blekkingum.

Einar - 27/10/10 21:56 #

ehm.. nota þarna "ótrúlegt" aðeins of oft ;)

en annað í athugasemdinni stendur.