Örvitinn

Bílamál

Í "gamla daga" var lítið mál fyrir okkur að vera bíllaus. Svo eignuðumst við bíl og þá var ósköp lítið mál að vera bara á einum bíl. Í dag þykir mér óskaplegt vesen að hafa bara einn bíl.

Skilaði bílaleigubílnum í gær, var að vona að ég fengi jeppann úr viðgerð í dag en veit satt að segja ekki hver staðan er. Þegar ég hringdi áðan var eitthvað vesen með ljósin. Treysti ekki tryggingafélaginu til að borga fyrir bílaleigubíl allan tímann, fékk aldrei skýrt svar þegar ég hringdi til að spyrja út í þau mál. Það eina sem þau sögðu var að borgað væri fyrir bílaleigubíl meðan bíllinn minn væri í viðgerð - og svo töluðu þau um "eðlilegan viðgerðartíma" sem ég hef ekki hugmynd um hvað merkir.

Á ég að trúa því að ég þurfi að taka strætó í HÍ eldsnemma í fyrramálið? Æi, frekar tek ég leigubíl :-)

dagbók
Athugasemdir

Matti - 27/10/10 17:47 #

Ég er kominn með jeppann. Óskaplega virkar hann stór þegar maður hefur ekið smábíl í tæpar þrjár vikur!

Búið að gera við - en enn á eftir að skipta um felgur, ég þarf að ræða það við tryggingafélag.

Auk þess borgaði ég sjálfskuldarábyrgð upp á rúmar 80þ krónur. Þarf að rukka VÍS um það, en fyrst þarf lögreglan að ganga frá almennilegri skýrslu þar sem þær ræða við sjónarvott.

Eins og mál standa í dag eru þetta bara mín orð gegn orði ökumanns á skilorði sem grunaður er um að aka undir áhrifum einhverra efna! Það segir sig sjálft að slíkt er 50/50.

Einar - 27/10/10 18:55 #

Var keyrt á þig ? :Þ

Matti - 28/10/10 00:23 #

Jamm, heljar fjör!

Eggert - 28/10/10 11:17 #

Ég held það sé bara horft á að báðir ökumenn búa í Breiðholtinu, ekkert verið að kanna sakaskrá neitt frekar en það.

Matti - 28/10/10 11:42 #

Dópisti á skilorði eða trúleysingi.

Það er erfitt að meta þetta.

Jón Frímann - 28/10/10 21:41 #

Ég hef enga þörf fyrir bíl. Reyndar er ég að flytja til lands þarf sem ég mun ekki hafa neina þörf á bíl. Landið heitir Danmörk.

Matti - 28/10/10 21:59 #

Þess má geta að lögreglan hefur loks rætt við vitnið sem staðfesti að hinn ökumaðurinn hefði farið yfir á eldrauðu. Svo rauðu að hann var a.m.k. tuttugu metra frá ljósunum þegar þau urðu rauð, ekki gul.

Einar Hreiðarsson - 31/10/10 16:15 #

Mæli með því að fá þér bara lögmann. og hætta öllum samskiptum við tryggingafélagið sjálfur ég var búinn að berjast við tryggingarnar hjá mér í 3 mánuðu þegar ég keyrði á hest sem slapp úr girðingu, tryggingarnar sögðu 50/50 en ég var búinn að lesa lögin að ég væri í fullum rétti svo þegar ég sagðist tala við lögfræðing þá skiptu þeir um skoðun samdægurs og ég fékk allt bætt.