Örvitinn

mbl.is getur ekki heimilda

Klukkan 14:15 í dag sagði Vantrú frá því að ríkiskirkjan hefði samið við almannatengslafyrirtækið KOM. Rúmum klukkutíma síðar birti mbl.is frétt um málið. Vísað er á heimasíðu kirkjunnar og rætt við Árna Svan á Biskupsstofu en ekki minnst á Vantrú.

Það eru ekkert sérlega góð vinnubrögð. Jafnvel þó það hafi bara verið Vantrú sem birti þessa frétt þykir mér eðlilegt að fjölmiðill geti heimilda.

Ætli KOM sé strax byrjað að vinna fyrir 900 þúsund krónunum sem staurblanka kirkjan borgar þeim? Fréttin ber þess öll merki.

Hefði ekki verið nær að gefa 900 þúsund krónur til góðgerðamál fyrst þær lágu á lausu?

fjölmiðlar
Athugasemdir

Matti - 01/11/10 16:35 #

Í ljósi athugasemdar tek ég nær allt til baka! Hefði samt þótt betra ef "ábendirinn" hefði notað rétt nafn, löglegt póstfang, rekjanlega ip-tölu eða browser sem hann hefði notað áður til að skoða síðuna!

Matti - 02/11/10 09:10 #

Einmitt. Hvað ætli þessi grein hafi kostað?

Arnar - 02/11/10 11:09 #

Er Mannréttindaráð Reykjavíkur eitthvað farið að skipta sér af skólastarfi í Mýrahúsaskóla á Seltjarnanesi?

Brynjar - 02/11/10 14:21 #

Væri það einhverjum vandkvæðum bundið að taka Mýrhúsaskóla útúr keðjunni? Að þetta verði bara á milli barnanna og foreldranna og KFUM/K? Ég sé ekki að þetta starf þurfi að hætta þótt aðkoma skólans verði engin.

Matti - 02/11/10 14:46 #

Ég sé ekki hvernig það ætti að vera vandamál.