Örvitinn

Vantrú og djöfladýrkun

Vantrú og djöfladýrkun

Séð í umræðum hjá Facebook grúbbu þar sem tillögum Mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar er mótmælt. N.b. ég veit að þarna er hann ekki að ræða félagið Vantrú, en mér þykir þetta magnaður texti.

Guðmundur Jóhann kommentaði þó við færslu á Vantrú nýlega.

kristni
Athugasemdir

Matti - 02/11/10 22:36 #

Næsta athugasemd á undan.

Einar K. - 02/11/10 22:47 #

Það er sama hversu þetta lið er oft leiðrétt, það getur ekki farið með rétt mál. Þvílíkar rangfærslur og skilningsleysi. Þessir tveir fara langt með að slá öll fyrri met í bullinu.

Þórður Ingvarsson - 02/11/10 22:56 #

Eru ´edda ekki bara einhverjir sprelligosar? Einhverjir að þykjast að vera sturlaðir kannski?

Sindri G - 03/11/10 07:06 #

Guðmundur Jóhann Arason, líffræðingur, Ph.D

Matti - 03/11/10 09:44 #

Doktorar geta verið örvitar.

Magnús T - 03/11/10 09:50 #

Það er einmitt skemmtileg tilviljun að kristni er náskyld djöfladýrkun. Það að trúa ekki á engla, djöfla eða aðrar yfirnáttúrulegar verur kemur djöfladýrkun hins vegar nákvæmlega ekkert við. Staðhæfingar Guðmundar Jóhanns eru sambærilegar við það að ég trúi á hinn almáttuga og algóða Azelízúlúbúb, sem heldur hinum illvíga Gexílöfnet í skefjum. Ef þú trúir ekki á Azelízúlúbúb, þá hlýtur þú að dýrka Gexílöfnet og vera hræðileg manneskja. Einföld og þægileg lífssýn fyrir mig.

Einar - 03/11/10 18:06 #

Kíkti á þessa síðu og fletti niður og skoðaði nokkrar af þessum perlum.

Þvílíkt samansafn af *** //ritskoðað.