Örvitinn

Það eina sem skrattinn þarf

Annar gullmoli frá doktor Guðmundi Jóhanni Arasyni.

Facebook athugasemd frá Guðmundi Jóhanni Arasyni

Þetta fólk sendi Mannréttindaráði Reykjavíkurborgar áskorun í gær. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins svaraði um hæl.

Sæl og blessuð.
Takk fyrir póstinn.
Ég fullvissa ykkur um að ég mun ekki styðja tillögu meirihluta mannréttindaráðs um að banna samstarf trúar- og lífsskoðunarhópa við skóla borgarinnar.
Með bestu kveðju,
Marta Guðjónsdóttir

Sjá einnig: Vantrú og djöfladýrkun.

kristni
Athugasemdir

Mummi - 03/11/10 10:18 #

Gott að vita. Sjálfstæðismenn borgarinnar styðja grímulaust trúboð í opinberum skólum. Nú vantar bara að vita hvort þetta sé opinber stefna Sjálfstæðisflokksins eða hvort þetta séu duttlungar sjálfskipaðs kirkju- og trúvarnarfólks.

Restin sem þú vísar í væri bara hlægilegt ef það væri ekki svona sorglegt. Trúboð í opinberum skólum = umburðarlynd og hófstillt trú. Trúboð úr opinberum skólum = verk skrattans; útrýming allra trúarbragða, öfgar, forheimska og sósíalrealismi. Hvernig er hægt að svara svona?

Ásgeir - 03/11/10 12:28 #

Sósíalrealismi er listastefna, og ekki sovézk. Ég skil ekki hvað ætti að vera svona hræðilegt við hana.

María - 03/11/10 13:04 #

Fjandinn sjálfur. Nú fer ég að skrá mig úr flokknum.

Baldvin - 03/11/10 13:30 #

Hvernig er það, hafa Facebook hóparnir sem eru fylgjandi ályktuninni sent áskorun?

Matti - 03/11/10 15:26 #

Ég held ekki. Það mætti alveg benda borgarfulltrúum í Reykjavík á að þessir hópar eru mun fjölmennari en hópurinn sem er á móti tillögu Mannréttindaráðs.

Arnar - 03/11/10 16:15 #

Eða jafnvel fjölmiðlum..

Jón Frímann - 03/11/10 22:58 #

Þessi maður aðhyllist ekki umburðarlyndi eða hófstillta trú eins og hann kallar það.

Trúleysi hefur ennfremur ekkert með sovét að gera og er þessi maður því búinn að dæma sig úr umræðunni með þessum ummælum.

Svo að ég vitni í Wikipedia,

"Various criminals, controversial religious and political figures, regimes, and atrocities other than those caused by Hitler, the Nazis and the Holocaust can be used for the same purposes. For example, a reductio ad Stalinum could assert that atheism is a dangerous philosophy because Stalin was an atheist for most of his life.[3]"

Sjá hérna, http://en.wikipedia.org/wiki/Reductio_ad_Hitlerum