Örvitinn

Á að banna kærleikann?

Umræðan um trúboð í skólum er á skelfilega lágu plani hjá ótrúlega mörgum trúvarnarmönnum.

Hrannar Baldursson spyr t.d. hvort banna eigi trúarbrögð í skólum. Spurningin er náttúrulega bull, en Hrannar er mjög duglegur við að dylgja með spurningum og ljúga með þögninni. Er Hrannar hættur að berja konuna sína? Ég veit það ekki.

Séra Bára Friðriksdóttir heldur því fram í útvarpsprédikun að húmanistar vilji banna henni að hafa sína lífsskoðun!

Húmanistar mega hafa sína lífsskoðun, tjá hana og rökræða við hvern sem er, en ég er ekki sátt þegar þeir vilja banna mér og 90% þjóðarinnar að hafa mína lífsskoðun

Þetta er náttúrulega lygi. Meira að segja rætin og viðbjóðsleg lygi. Bára er bara opinber starfsmaður, prestur ríkiskirkjunnar og prédikun hennar var einungis útvarpað í útvarpi allra landsmanna. Ekkert athugavert við það - er það nokkuð?

Séra Örn Bárður er forhertur lygari. Það er búið að sýna rækilega fram á það.

Ég vil biðja aðdáendur kristniboðs í skólum um eitt.

Hættið að ljúga.

Bið ég um of mikið? Haldið endilega áfram að berjast fyrir kristniboði og trúarítroðslu í leik- og grunnskólum en hættið að segja ósatt. Reynið að segja sannleikann og ekkert nema sannleikann. Málstaður ykkar hlýtur að vera hroðalega lélegur ef þið þurfið sífellt að gera andstæðingum ykkar upp skoðanir.

kristni
Athugasemdir

Frosti Logason - 10/11/10 21:47 #

Nákvæmlega! algerlega sammála þér þarna.

Matti - 10/11/10 23:28 #

Heiðar Sigurðarson kommentaði hjá Hrannari.

Mikið hefur verið talað og ritað um þetta tiltekna málefni að undanförnu, þ.e. hvort banna eigi með lögum trúarbrögð eða trúboð í skólum. Ætli ég tilheyri ekki hinum þögla meirihluta sem hefur ekki orðið var við neitt athugavert í þessum málum á undanförnum árum og skilur því ekki út af hverju þarf allt í einu að banna það. Geta þeir sem tilheyra trúlausum og öðrum trúarbrögðum á Íslandi ekki bara séð um það sjálfir að innræta krökkum sínum sína trú eða trúleysi í stað þess að krefjast þess að fá að traðka á rétti mikils meirhluta sem vill gjarnan að börnum þeirra sé kennd og boðuð kristin gildi í skólum landsins? Þetta er svona eins og ef einhverjir kommúnistar sem væru á móti enskukennslu myndu heimta að enskukennsla yrði bönnuð úr skólum bara af því að þeir vildu það. Myndum við hin hlusta á þannig frekju? Nei.

Þetta er náttúrulega ótrúlega heimskuleg athugasemd en hvað gerir Hrannar Baldursson? Andmælir hann Heiðari? Nei, að sjálfsögðu ekki.

Ef einhver myndi spyrja hvort hann sé sammála Heiðari myndi hann svara út í loftið.

Már - 12/11/10 11:06 #

Ykkur er kyrfilega haldið í "let them deny it" skrúfstykkinu. Eitursnjallt.

Matti - 12/11/10 13:19 #

Einmitt. Hvernig losnar maður úr slíku? Ef maður svarar ekki er hætt við því að fólk trúi því sem sagt er, ef maður svarar er maður þar með um leið orðinn óalandi öfgamaður sem leyfir fólki ekki að velta vöngum yfir neinu!

Már - 12/11/10 16:51 #

Það er einmitt milljón dollara spurningin. Hvernig snúið þið vörn í sókn. ...eða a.m.k. afvopnið andstæðinginn.

Már - 13/11/10 12:41 #

Vandinn er að Vantrú skilgreinir sig sem "í baráttu". Þið getið því ekki kvartað yfir því að andstæðingurinn taki hressilega á móti og hafi snúið vörn í sókn. Það var viðbúið, þið buðuð upp í þennan dans.

"Baráttan" rammar ykkur og aðgerðir ykkar inn, og gefur andstæðingunum mun meira svigrúm til að velja sér aðferðir sem þeir telja sig geta komist upp með að beita gegn ykkur.

Már - 13/11/10 12:45 #

...þessar síðustu vangaveltur eru reyndar pínu off-topic fyrir þessa bloggfærslu. sorrí.

Matti - 13/11/10 13:50 #

Ég skil þig ekki alveg. Fólk er í "baráttu gegn" ansi mörgu, t.d. fátækt og offitu.

Varla gefur það öðrum strax leyfi til að ýkja, skrumskæla eða beinlíns ljúga?

Eða skiptir öllu að við erum í "baráttu" gegn boðun hindurvitna?

Már - 14/11/10 03:05 #

Í mínum huga er dagsljós sá reginmunur sem er á því að berjast gegn einhverju og berjast fyrir einhverju. Hvort um sig rammar inn allar manns aðgerðir á vissan, og gerólíkan (pósitívan eða negatívan) hátt, og kallar á gerólík viðbrögð mótherjanna.

Hvor nálgun hefur sína galla og sína kosti.

Auðvitað er ég sammála þér að þessar lygar eru óheiðarleg bolabrögð.

En þær eru í raun fyrirsjáanleg viðbrögð við beinu (og markvissu) áreiti sem er rammað inn með vissum hætti.

Ég sé ekki að fyrir ykkur liggi neitt í stöðunni nema að brýna vopnin og ráðast af enn meiri hörku á andstæðinginn og neyða hann aftur í vörn, og halda honum þar þar til yfir lýkur. Þetta virðist vera þannig leikur. Það sæmir ykkur a.m.k. ekki að væla, því þetta er alvöru heads-on barátta sem þið hafið skilgreint ykkur í.

Gangi ykkur vel. Ég held með ykkur, en ég held að þið munið ekki sigra með þessum aðferðum ... a.m.k. ekki án alvöru fjármögnunar.

Már - 14/11/10 03:08 #

P.S. Mér þætti afskaplega vænt um ef þið sýnduð fram á að ég giski rangt. Mér þætti sú niðurstaða best.

Ásgeir - 14/11/10 12:02 #

Ég held að þetta sé alveg rétt, en útskýring er ekki alltaf afsökun.