Örvitinn

"Drómaduld, lokunarlosti og haftahugsun"

Ég flutti erindi hjá Stjórnarskrárfélaginu í gærkvöldi. Í upphafi tók ég fram að:

Því miður hefur umræða um trúmál undanfarnar vikur einkennst af rangfærslum og ýkjum.

Hér er nýjasta innlega séra Arnar Bárðar (sem er svar við þessari grein) og hér fyrir neðan er skjáskot af viðbrögðum séra Lenu Rósar Matthíasdóttur.

skjáskot af Facebook vegg Lenu Rósar Matthíasdóttur

Mér þykir þetta sorglegt. Þetta fólk þykist ætla að kenna börnunum okkar gott siðgæði. Er ekki betra að þekkja það sem maður ætlar sér að kenna?

Ætli nokkur Facebook vinur Lenu Rósar muni andmæla henni og benda á að þetta eru rangfærslur?

kristni
Athugasemdir

Halldór E. - 18/11/10 13:58 #

Nei, Matti það mun enginn benda Lenu á að orð hennar eru rangfærslur. Einfaldlega vegna þess að það skiptir engu máli.

Ekki frekar en að það skipti máli að segja þér að Guð sé til og skapari alls, Jesús Kristur sé upprisinn og lifandi frelsari og í sínum Heilaga anda sé Guð með okkur í öllu okkar lífi, í gegnum sætt og súrt.

Í augnablikinu er búið að skipta í fylkingar, með eða á móti tillögum mannréttindaráðs. Flestir sitja reyndar á hliðarlínunni og vona að þetta líði hjá, en þau sem hafa skipað sér í lið munu mæta með treflana sína á völlinn og hvetja sit lið til dáða, sama hvað. Flest munu líka láta sér í léttu rúmi liggja þó einhverjir stundi tveggja fóta tæklingar, svo lengi sem enginn er dómarinn.

Matti - 18/11/10 14:07 #

munu mæta með treflana sína á völlinn og hvetja sit lið til dáða, sama hvað.

Ég mun ekki hvetja mitt lið sama hvað. Ef einhver segir ósatt mín megin mun ég benda honum á það.

Getur þú bent á dæmi þess að einhver hafi sagt ósatt mín megin?

Þetta er ekki tilefni til að nota frasann: sjaldan veldur einn þá tveir deila.

Matti - 18/11/10 14:10 #

Ekki skilja mig þannig að ég haldi því fram að þú segir að við ljúgum. Ég er bara í alvöru að leggja áherslu á að "mitt lið" hefur ekki stundað tveggja fóta tæklingar í þessum leik. Við erum alltaf að bíða eftir því að dómarinn taki upp flautuna.

Verst að dómarinn (ritstjórar mbl og Fréttablaðs) halda með hinu liðinu.

Kristinn - 18/11/10 14:18 #

Ég tók þessa grein líka til skoðunar á blogginu.

Halldór E. - 18/11/10 14:20 #

Þetta var óréttlátt af mér að fullyrða um hegðun stuðningsmannanna í þínu liði. Ég biðst afsökunar á því.

Ég reyndar er þeirrar skoðunar að upphaflegar tillögur Mannréttindaráðs hafi falið í sér ófaglegar aðdróttanir í garð kirkjunnar fólks, sem hafi leitt til sterkari viðbragða af hendi kirkjunnar en annars hefði verið. En hugsanlega hef ég rangt fyrir mér þar. Viðbrögðin hefðu hugsanlega alltaf verið jafn ofsafengin og raun bar vitni.

Annars er ég alls óhæfur til að ræða þetta í þaula, enda ítrekað verið sakaður um að spila með þínu liði í þessari umræðu.

Egillo - 18/11/10 17:47 #

Til þess að réttlæta viðbrögð kirkjunnar hefði Mannréttindaráð svona liggur við þurft að bera upp á hana landráð.

Kristinn Snær - 18/11/10 18:29 #

hvað í ósköpunum á hún við með "strangtrúaður trúleysingi" ??? Er það ekki contradiction in terms eða oxymoron eins og Kaninn myndi segja?

Spooky - 19/11/10 05:52 #

Trúleysi er trú, nákvæmlega eins og skalli er hárlitur.

Hafþór Örn - 19/11/10 11:23 #

Vannæring er næring.

Ég held að prestar eigi erfitt með að greina rétt frá röngu einfaldlega vegna þess að þeirra hverdagur snýst um lygar og ósannindi fyrst og fremst.

Matti - 19/11/10 13:03 #

Já en þeir trúa því ekki að þeir séu að ljúga og segja ósatt hversdagslega - held ég.

Örn Bárður veit alveg að hann er að ljúga þegar hann segir að trúleysingjar vilja bola kristni úr landinu.

Sindri G - 19/11/10 13:11 #

Þetta getur líka verið einhverskonar "frávarp" þar sem hann heimfærir sínar stjórnlyndishugmyndir á okkur. Margur telur sig mig.

Sindri G - 19/11/10 13:12 #

eða "mig sig". Man aldrei röðina á þessu.

Matti - 19/11/10 14:01 #

Af hverju vill Örn Bárður banna trúleysi á Íslandi og bola trúleysingjum af landinu?

Af hverju hatar hann börn trúlausra foreldra?

Af hverju er Lenu Rós svona illa við fólk sem ekki er kristið?

Sindri G - 19/11/10 15:36 #

Kristilegt innræti segir þeim að Guð og Jesús séu bestir og að það sé eitthvað að þeim sem ekki trúa því.