Örvitinn

Árásir á hagsmunafólk

Telst það virkilega árás þegar talsmaður hagsmunasamtaka er spurður út í sína persónulegu hagsmuni - sem tengjast beinlínis því sem hann berst fyrir opinberlega? Er það ekki bara eðlileg fréttamennska? Krafan um opnara samfélag (sem ég tek ekki alltaf undir) hlýtur að ná til allra.

Ég get alveg skilið að fólk vilji ekki opinbera skulda- og eignastöðu en ég sé ekkert óeðlilegt við að fjölmiðlar skoði þessi mál. Aftur á móti geri ég athugasemd við svona þankagang:

Þegar maður á stóra fjölskyldu, þá býr maður ekki í litlum hýbýlum og maður tekur ekki strætó. # (athugasemd Marinó 18.11.2010 kl. 22:21)

Margar stórar fjölskyldur hafa þurft að búa við þröngan kost á Íslandi gegnum tíðina.

Ýmislegt
Athugasemdir

Haukur Logi - 19/11/10 14:16 #

Ææii ég held að punkturinn í þessu sé að Marinó hefur staðið fyrir málefnalegum umræðum um mikilvægt mál og að sjálfsögðu er brugðist við því að góðum íslenskum sið með því að fara tala um eh allt annað. Það er aldrei horft á hvað menn segja heldur bara hver segir, og mönnum í kjölfarið gerðar upp annarlegar hvatir fyrir skoðunum sínum.

Skil Marinó vel að nenna ekki að taka þátt í þessu bulli lengur þegar hann er farinn að þurfa verja opinberlega heimilishaldið hjá sjálfum sér.

Matti - 19/11/10 14:28 #

Marinó hefur verið málefnalegur en það er ekki hægt að segja um alla skoðanabræður hans, sjáið bara viðbrögðin á blogginu hans.

Aftur á móti skil ég ekki alveg af hverju þetta telst ekki eðlileg frétt. Það er ekki eins og verið sé að skoða hve miklu Marinó hefur eytt í kynlífsleikföng síðustu ár.

Jón Magnús - 19/11/10 14:47 #

Þótt að það sé fréttamatur í skuldamálum hans þá á móti er þetta leið andstæðinga hans að draga úr trúverðuleika og láta umræðuna snúast um eitthvað annað en skuldamál heimilana. Það er allavega hætta á því.

Mér fyndist skrítið að maður sem hefur barist fyrir bættum réttindum skuldara væri ekki með skuldamálin sín í einhverjum ólestri. Takes one to know one! :)

Arnar - 19/11/10 15:04 #

Já, en aðalatriðið er augljóslega hvað hefur Maríno eytti miklu í kynlífleikföng!

Ég bara verð að fá að vita það.

Matti - 19/11/10 15:19 #

Hvernig dregur það úr trúverðugleika hans Jón?

Myndi það ekki einfaldlega auka trúverðugleika hans ef hann svaraði bara spurningunni og útskýrði sín mál.

Matti - 19/11/10 16:28 #

Hann bendir á að fólk í annarri hagsmunagæslu sé iðullega ekki spurt um sína stöðu til þess að réttlæta hagsmunagæslu sína. #

Þetta er beinlínis rangt hjá Marinó.

hildigunnur - 19/11/10 18:22 #

Ég er löngu löngu hætt að hlusta á það sem Hagsmunasamtök heimilanna hafa fram að færa, hefur þótt það afskaplega ótrúverðug samtök.

Jón Magnús - 22/11/10 15:57 #

Svo ég svari spurningunni þinni þá var ég að tala almennt og ég er sammála þér að þetta er frétt.

Verst fyrir hann sjálfan og dregur úr trúverðuleika hans að hafa ekki komið með þessar upplýsingar strax í upphafi. Hefði getað stjórnað umræðunni betur og sínum forsendum og komið fram með allt sitt á hreinu.

Þýðir ekkert að taka þátt í opinberi umræðum með einhverjar beinagrindur í skápnum.