Örvitinn

Hörður Sigurðsson Diego elskar mig ekki

Sífellt fjölgar í flokki þeirra sem elska mig ekki. Furðulegt, ég er svo viðkunnanlegur náungi :-) Mogglingurinn Hörður Sigurðsson Diego er nýjasti meðlimur félagsins.

Eftir nokkuð langar umræður um trúboð í skólum og tillögur Mannréttindanefndar Reykjavíkurborgar komst Hörður að þessari niðurstöðu:

Tengjast þessar 24 kvartanir ekki bara persónulegu hatri kvartandans og illvilja í garð presta bara fyrir að vera prestar? Mig er farið að gruna það eftir að hafa lesið síðuna hans Matthíasar sem lýsir prestum sem réttdræpum fæavitum, eða svo gott sem.

...

Umræðuhæfni ykkar [vantrúarmanna] er nákvæmlega engin enda er hatrið og mannfyrirlitningin allsráðandi í veröld ykkar og viðhorfum.

Úr athugasemdum við bloggfærslu Hjalta.

Þú ert bara að þyrla upp ryki til að fá útrás fyrir hatur þitt á trúuðu fólki

...

Ég sé engin rök, bara æsing og greinlegt margra ára innbyrgt hatur á fólki, sérstaklega trúuðu fólki sem þú telur greinlega þriðja flokks persónur. Maður þ.arf ekki að lesa síðuna þína lengi til að sjá þetta. Þú kemur mér fyrir sjónir sem dæmigerður mannhatari sem ræður ekki lengur við ofstopann og nærist á því að efna til illinda.

Mér finnst þú ekki vitrænn fyrir fimmaura Matthías. Mér finnst þú bara vera fullur af hatri og heift út í samfélagið og samborgara þína, sérstaklega þá trúuðu.

Matthías. Mér er orðið ljóst að þú ert einhver allra leiðinlegasta og ógeðfeldasta persóna sem ég hef rekist á á Netinu.

Tilvitnanir úr athugasemdum við bloggfærslu hans.

aðdáendur
Athugasemdir

Matti - 24/11/10 09:02 #

Ég reyndi að benda Herði á að ég hata ekki trúað fólk en það hafði lítið að segja. Auk þess lýsi ég prestum aldrei sem "réttdræpum fæavitum, eða svo gott sem".

Lokaorð Harðar eru einstaklega fögur!

Jón Frímann - 24/11/10 09:12 #

Þarna er hinn dæmigerði pirraði miðaldra karl með bindi.

Það er ekki nema von að honum líði illa.

Matti - 24/11/10 09:58 #

Áfram heldur hann:

Alveg datt mér í hug Matthías að þú hefðir ekki þann snefil af manndómi sem þyrfti til að koma ekki aftur á þessa bloggsíðu.

Haltu þig annars staðar á þínum skítugu skóm og með þitt ljóta siðferði og láttu ekki sjá þig hér aftur.

Þetta er ekki lengur beiðni, heldur skipun. #

Merkilegur gaur :-)

Auðvitað er ég svo dóninn og ruddinn í þessu samtali!

Matti - 24/11/10 11:21 #

Eitt í viðbót:

Já, fínt. Haltu þínu framferði á þinni eigin síðu. Um hana er mér alveg sama. Þar mun ég heldur aldrei setja inn athugasemd enda tilgangslaust gera athugasemdir við orð illa þenkjandi fólks eins og þín.

Jón Frímann - 24/11/10 11:38 #

Kannski á eitthvað af þessu við þennan mann.

http://www.cracked.com/funny-3809-internet-argument-techniques/

Kristinn - 24/11/10 11:41 #

Þetta er einkennileg atburðarás. Hann er búinn að ákveðan allskyns undarlega hluti og gagnrýnir þá hvernig sem reynt er að benda honum á að hann sé að misskilja þá.

Þórður Ingvarsson - 24/11/10 11:50 #

Mér finnst merkilegt að þessir kriztnu kónar eru alltaf fyrstir til að koma með formælingar og sleggjudóma í þessum samtölum. Alltaf. Ég man allavega ekki til þess þau skipti sem ég fylgist með svona umræðum að t.d. þú Matti dæmir viðmælandan sem óviðruhæfan fauta og fant af fyrra bragði.

ArnarG - 24/11/10 14:29 #

"Að ætla að banna trúboð í skólum er fáránleg tillaga.

Ekki vegna þess að það eigi að leyfa trúboð í skólum.

Heldur vegna þess að nú þegar eru langflestir á því að trúboð eigi ekki að fara fram í skólum og því þarf ekkert að banna það heldur bara taka á þeim málum sem upp kunna að koma og brjóta meginregluna, rétt eins og skóli og kennarar taka á því ef einhver brýtur víðkunnar reglur eins og t.d. að ekki eigi að vera með tyggjó í tímum eða hafa kveikt á símanum sínum".

- Þetta skrifar þessi sérfræðingur, Hörður.

Þar sem ég kenni er tyggjó sem og notkun síma bönnum í tímum. Eins og notkun á tónhlöðum bönnuð.

Kannski við ættum að sleppa bara öllum reglum og taka á þeim málum sem upp koma hverju sinni?

Hjalti Rúnar Ómarsson - 24/11/10 16:19 #

Ah... ég held að ég skilji þig Arnar. Sem sagt banna ekki notkun tyggjós, heldur taka bara á því hverju sinni þegar nemandi notar tyggjó. Snjöll lausn!

Matti - 24/11/10 16:27 #

Þið neitið að skilja þetta. Ég hata allt og alla.

Það hlýtur að vera. Ekki ljúga ótal trúmenn.

ArnarG - 24/11/10 16:55 #

þú ert bara bitur út í lífið Matti.

Einar - 24/11/10 18:25 #

Úff...einn sæmilega veruleikafirrtur...

Hvar finnurðu þetta lið Matti ;)

ArnarG - 25/11/10 00:23 #

En já Hjalti, þannig skil ég þennan ágæta mann annars. Við skulum heldur ekki hafa reglur um hegðun nemenda eða vinnuframlag þeirra. tökum bara á því eftir geðþótta. Það er langbest. Ég legg þetta til á næsta fundi.

Matti - 25/11/10 09:49 #

Hvernig eiga kennarar og skólastjórar að geta mismunað nemendum að geðþótta ef þeir þurfa að fylgja einhverjum reglum?

Einar, þetta lið finnur mig :-)

Arnar - 25/11/10 09:56 #

Matti, þig vantar fávitafælu, Eva norn var að selja svoleiðis í búðinni sinni.

Þórður Ingvarsson - 25/11/10 12:30 #

Vantrú hefur sína fávitafælu, sem svínvirkar á sannkallaða og sannarlega fávita:

Fávitafælan góða

100% garantí til að fæla burt allskonar fávita.

Matti - 02/12/10 13:35 #

Þess má geta að ýmislegt bendir til þess að að Hörður Sigurðsson hafi verið að skrifa athugasemdir á Vantrú.is undir dulnefni. Það þykir mér alveg sérlega lúalegt - sér í lagi vegna þess að þar þykist hann vera trúleysingi sem er ekki sáttur við aðferðir Vantrúar.

Hjalti Rúnar Ómarsson - 27/01/11 01:01 #

Hörður vinur okkar var eitthvað rosalega fúll í gær:

Allt þetta augljósa hatur vantrúarmanna á kristni og kristnu fólki er þeirra sjálfskipaða, mannskemmandi helvíti. Það er óbærilegt víti að vakna á hverjum morgni með slíkt hatur í huga og fá engan frið fyrir þeim slæmu hugsunum sem haturshugurinn býr til. #

Matti - 22/12/11 15:21 #

Þess má geta að Hörður þessi var bara Bergur Ísleifsson í dulargervi.