Örvitinn

Fórum og kusum

Ég, Gyða og Áróra Ósk skelltum okkur á kjörstað í Ölduselsskóla rétt rúmlega fimm og kusum á Stjórnlagaþing. Þetta er í fyrsta skipti sem Áróra Ósk kýs.

Ég skrifaði niður 25 númer, öll af græna listanum fyrir utan eitt (nú má fólk giska). Kynjahlutfall var nokkuð jafnt, í topp tíu hjá mér voru fjórar konur en ég held að hlutfallið hafi verið jafnara á listanum öllum. Ég kaus nokkra sem ég þekki dálítið, aðra sem ég þekki ekki nema á netinu og einhverja sem ég þekki ekki neitt. Reyndi að kynna mér frambjóðendur en hafði ekki mikinn tíma til að fara í gegnum þá. Notaði því listann og las kynningar þeirra sem þar eru.

Það stefnir í afskaplega lélega kjörsókn. Ég hvet þá sem styðja aðskilnað ríkis og kirkju til að drífa sig út og kjósa - það þarf ekkert að merka við 25, þess vegna nóg að kjósa einn en betra að setja nokkur númer niður svo atkvæðið nýtist alveg örugglega.

pólitík
Athugasemdir

Mummi - 27/11/10 21:03 #

Einn rauður segirðu? Örn Bárður? ;)

Matti - 27/11/10 21:58 #

Neinei, ég útilokað alla af rauða listanum :-)

Jón Frímann - 27/11/10 22:37 #

Ég kaus bara sjö manns, bara þekkta evrópusinna og trúleysingja. Þar sem ég lét ekki svona lista (sem geta verið blekkjandi) stjórna valinu hjá mér.

Matti - 28/11/10 11:25 #

Ég veit að á græna listanum var bara fólk sem hafði lýst því yfir opinberlega að það væri fylgjandi aðskilnaði ríkis og kirkju. Á listanum vantaði eflaust einhvern sem styðja aðskilnað en höfðu ekki sagt það (skýrt) opinberlega.