Örvitinn

Frambjóðandi svindlar?

Ég frétti rétt í þessu að einn frambjóðandi til stjórnlagaþings hefði dvalið frekar lengi í skólanum þar sem kosið var í hverfinu hans. Eftir að hann kaus hékk hann á ganginum í tíu mínútur eða svo og ræddi við kjósendur. Starfsmaður á kjörstað benti sínum "leiðbeinanda" á þetta en sá gerði ekkert í málinu, sagðist upptekinn. Sá sem benti honum á þetta komst ekki frá borðinu. Frambjóðandinn gat því minnt á sig á kjörstað í dálítinn tíma.

Er þetta brot á reglum?

Mér þykir þetta a.m.k. siðlaust en þessi tiltekni frambjóðandi lætur slíkt ekki trufla sig.

dylgjublogg
Athugasemdir

Svavar Kjarrval - 28/11/10 11:26 #

Það er brot á lögum að reka áróður á kjörstað. Ef [frambjóðandinn] hefur verið að hvetja fólk á kjörstaðnum til að kjósa sig, þá hefur hann verið að brjóta lög.

Mig minnir að það sé einnig lögbrot ef ekkert er gert í því að stöðva slíkan áróður.

Matti - 28/11/10 11:36 #

Við skulum bíða með nafn frambjóðanda í smá stund. Ég tók það úr athugasemd þinni.

Bjarni - 28/11/10 15:04 #

Hér skiptir auðvitað máli hvort viðkomandi stóð á spjalli við kunningja sína eins og gerist og gengur við slík tækifæri, eða hvort hann var í reynd að fara milli kjósenda og reyna að hafa áhrif á atkvæði þeirra. Sönnun í þessum efnum getur augljóslega verið erfið.

Matti - 28/11/10 15:08 #

Almennt held ég að frambjóðendur eigi ekki að vera á vappi inni á kjörstað á kjördegi, nema rétt meðan þeir eru að greiða atkvæði. Þessi tiltekni frambjóðandi er landsfrægur.

Hann stóð lengur en svo að hann væri bara að kasta kveðju á vini sína samkvæmt heimildarmanni mínum.

Óli Gneisti - 28/11/10 15:55 #

Þetta er í mínum huga voðalegt prinsippmál. Ég gerði mitt besta til að afgreiða þetta fljótt og örugglega og fór síðan beint út. Ég var ekkert að skyggnast eftir kunningjum og hefði ekki stoppað þó einhverjir slíkir hefðu verið á ferð.