Örvitinn

Gerrard og Carragher meiddir

Ég er örugglega einn af fáum stuðningsmönnum Liverpool sem tel þetta jákvæð meiðsli! Miðjan hjá Liverpool virkaði mun betri í dag en áður á tímabilinu, Lucas og Meireles eru málið. Steven Gerrard er ekki mjög góður á miðri miðjunni.

Ég held nefnilega að vörnin muni líka virka betur þegar Carragher er ekki í henni. Jafnvel þó hann sé stundum lunkinn við að fleygja sér fyrir boltann.

Roy Hodgson gerir ekki svona breytingar nema hann sé neyddur til þess.

Það er furðulegt að vera stuðningsmaður Liverpool í dag.

boltinn
Athugasemdir

Svenni - 28/11/10 22:05 #

Á meðan Roy Hodgson stjórnar þessu ásamt þeim tveimur félögum þá verður þetta á allt á haus. Eins og einn góður sagði: "Meireles is a better central midfielder than Gerrard and Gerrard is a better right winger than Meireles, so that'll be Meireles on the right and Gerrard in the middle."

ArnarG - 28/11/10 22:18 #

Svona smá böggandi spurning: Hvað er að spila á miðri miðjunni? Er þá hægt að spila á kantinum til hliðar eða vera sóknarmaður frammi?

Matti - 28/11/10 22:25 #

Tja, í 4-4-2 eru yfirleitt tveir menn á miðri miðjunni, en í 4-5-1 er yfirleitt einn fyrir framan þessa tvo miðjumenn, sóknarmiðjumaður eða framliggjandi. Í 4-2-3-1 kemur svipuð staða upp.

Ég vil sjá Gerrard hægra megin á miðjunni eða í holunni, þ.e.a.s. fyrir aftan sóknarmann.

Kantmenn í fótbolta spila ekki alltaf eins, Roy Hodgson spilar t.d. ekki með kantmenn í 4-4-2 í dag heldur eru þetta miðjumenn hægra og vinstra megin ef svo má segja - þannig hefur hann verið að (mis)nota Meireles hægra megin í stað þess að láta hann spila á miðri miðjunni.

En galdurinn við að spila á miðri miðjunni í nútímafótbolta er agi. Menn þurfa að hafa vit á að halda stöðu og bakka hvorn annan upp. Taka þátt í sókn þegar það á við, aðstoða í vörn þegar það á við. Menn geta t.d. ekki leyft sér að fara í blússandi sókn sem fremstu menn og horfa svo á liðið verjast.

Gerrard skortir agann. Þegar hann er á miðjunni reynir hann Hollywood sendingar í annað hvert skipti, sem heppnast af og til, en veldur því mun oftar að liðið heldur ekki boltanum.

ArnarG - 28/11/10 22:29 #

þetta var alls ekki illa meint. Því ég hef alltaf kallað þetta miðjumenn hins vegar og kantmenn annars vegar. Sjálfur spilaði ég CM-93-94 af miklum móð og notaði þá alltaf 4-4-2. Svo áttaði ég mig á því að 1-4-5 leikkerfið var best. Þá var Ruddock einn í vörninni og dugði það alveg. Mitt lið féll svo vorið 2000 (var það Liverpool að kenna að stórum hluta) og hef ég ekki séð leik síðan.

Matti - 28/11/10 23:45 #

Ég tók þessu ekki illa :-)

Kantmenn þurfa að spila á köntunum. Slíkir leikmenn sjást varla lengur í boltanum! Kuyt og Maxi er t.d. tæplega kantmenn, hvað þá Meireles þegar RH spilar hann hægra megin.

Reyndar spilar RH eiginlega 4-2-2-2 samkvæmt sumum spekingum.

Árni - 29/11/10 06:22 #

Liverpool virkaði mjög vel á mig í fyrri hálfleik í dag. Er einmitt þeirrar skoðunar að Geirharður henti engan veginn í liðið í dag. Algjör synd og skömm að vinna ekki í dag, færið sem Maxi klúðraði var ævintýralegt.

ArnarG - 29/11/10 22:12 #

Eflaust er það rétt hjá þér Matti, enda hef ég ekki séð leik síðan í maí 2000. Ég fylgdist með þessu er enska deildin var ensk og mitt lið er nú varla til lengur, þá er þetta ekkert gaman. Þýski boltinn er reyndar langbestur.