Örvitinn

Maybe I should have

Ég varð fyrir vonbrigðum með myndina Maybe I should have sem sýnd var á RÚV í kvöld. Þótti vanta alla dýpt í umfjöllunina og lærði satt að segja ekkert á henni. Gunnar var fúll en hann sagði mér eiginlega ekkert.

Eini kafli myndarinnar sem mér þótti einhvers virði var sá hluti hennar er fjallaði um Bretana sem misstu spariféð. Gott að sjá framan í fólkið sem íslendingum þykir sport að tala illa um!

kvikmyndir
Athugasemdir

Magnús T - 29/11/10 10:25 #

Mér fannst það töluvert gefandi þegar hann fjallaði um fyrirtækið/stofnunina sem gerði þessar "rannsóknir" á spillingu. Annars var þessi mynd sannarlega ekki það fínpússaðasta sem ég hef séð.

spritti - 29/11/10 10:36 #

Já það var sko ágætt að sá í fésin á þessu liði.

Siggi G - 29/11/10 15:36 #

Ég er nú sammála því að myndin var ekki djúp en mér fannst hún samt ekki alslæm. Ekki gleyma því að hún er að verða ársgömul og NB fyrir Rannsóknarskýrslu - og búið að sýna áður helstu kafla í sjónvarpi eins og viðtal við BTB. Þessi mynd var svona að reyna að meika sens úr öllu ástandinu út frá leikstjóranum (með nokkuð takmörkuðum mætti) og skilur eftir fleiri spurningar en svör, en er það ekki staðan nánast ennþá í dag? Það var þó tæpt á "helstu málum" ólíkt hinni kreppumyndinni...

Matti - 29/11/10 21:01 #

Þetta er ágætur punktur, tíminn líður hratt eftir hrun.