Örvitinn

Einn fallegasti og áhrifamesti texti Biblíunnar

Þórhallur HeimissonSéra Þórhallur Heimisson skrifar:

Á öðrum sunnudegi í aðventu fáum við í kirkjum landsins að heyra einn af þeim textum Biblíunnar sem mér persónulega finnst hvað fallegastur og áhrifamestur. Ég læt hann fljóta hér með í lok þessa pistils.

Í lok pistilsins er kemur textinn sem inniheldur meðal annars þessa tímalausu fegurð:

Hann mun ljósta ofbeldismanninn með sprota munns síns, deyða hinn guðlausa með anda vara sinna.

Réttlæti verður belti um lendar hans, trúfesti lindinn um mjaðmir hans.

Já, þetta er ótrúlega fallegt og áhrifamikið! Deyðum guðleysingja, deyðum þá.

Hjalti hefur áður fjallað um notkun Þórhalls á þessum texta. Ætli við séum báðir sekir um að slíta þetta úr samhengi. Að mínu mati skánar þessi texti ekkert þegar hann er lesinn í samhengi.

kristni
Athugasemdir

Arnar - 02/12/10 15:59 #

Í þessu fellst náttúrulega gífurlegt félagslegt réttlæti.. drepa trúleysingjana.

Fallegt.

Ísak Harðarson - 06/01/11 21:41 #

Sé þetta satt og rétt (ég nennti reyndar ekki að lesa samhengið) er þetta náttlega ekkert annað en óskiljanlegur klaufaskapur hjá prestinum, sem hefur nú verið þekktur fyrir blíðmælgi frekar en ofbeldishótanir hingað til.

En mig langar, út frá þessu, að minna á annan texta. Um "illvirkjann" sem er að deyja hægum kvaladauða á pyntingakrossi og skynjar einhvern veginn að náunginn við hliðina á honum er kominn þaðan sem alheimskraftarnir eiga heilagt og óflekkað upphaf sitt, og stynur:

"Jesús, minnst þú mín, þegar þú kemur í ríki þitt!"

Og hann svaraði: "Sannlega segi ég þér: Í dag skaltu vera með mér í Paradís."

(Lúkas 23.42,43).