Örvitinn

La Primavera - geit og hreindýr

Við hjónin kíktum á La primavera í gærkvöldi. Ákváðum með stuttum fyrirvara að skella okkur út að borða af engu sérstöku tilefni.

Gnocchi með hægeldaðri geit frá Háafelli, kanil og rótargrænmeti (2600.-) var afskaplega góður forréttur, litlir gnocchi koddar og geitin dásamlega bragðgóð. Gyða fékk sér Krækling frá Hrísey með tómötum, hvítlauk og jurtum (2380.-)

Íslenskt hreindýr með sultuðum rauðlauk, og furusveppasósu (5830.-) er með því besta sem ég hef borðað í langan tíma. Ótrúlega gott kjöt. Gyða pantaði Kálf með kartöflustöppu og rósmarín- hvítlaukssósu (4210.-)

Fengum okkur súkkulaðiðköku (1500.-) í eftirrétt. Mjög góð en næstum of mikið súkkulaði (ef það er hægt). Ég kláraði nú samt mína.

Ég mæli a.m.k. afar mikið með geitinni og hreindýrinu á jólamatseðli La Primavera.

Með einu rauðvínsglasi kostaði kvöldverðurinn 16,520.- Borguðum bara fyrir aðra súkkulaðikökuna. Á fyrsta reikning vantaði báðar kökur og ég vakti athygli á því, fengum því aðra frítt. Ég drakk vatn með matnum enda í prófum.

veitingahús
Athugasemdir

Kristín í París - 05/12/10 12:35 #

Like fyrir að benda á mistökin, ég geri þetta líka alltaf, enda náttúrulega fyrrverandi þjónustustúlka:)

Matti - 05/12/10 13:08 #

Það hvarflaði ekki einu sinni að mér að hlunnfara staðinn.

spritti - 06/12/10 10:25 #

Er ekki allt í lagi að fá fría köku ? Ég meina þetta er þeirra klúður.

Matti - 06/12/10 11:33 #

Ég fékk fría köku.

Á maður að nýta sér mistök annarra? Almennt er ég ekki á þeirri skoðun.

Einar Jón - 06/12/10 19:12 #

Er þetta eðlilegt verð á íslenskum stöðum?

Samkvæmt bókhaldinu mínu kostar þetta meira en síðustu 12 skipti sem við hjónin fórum út að borða hér á Indlandi (borgað fyrir samtals 27 manns).

Ég þori varla að flytja heim...

Matti - 06/12/10 19:16 #

Já, þetta er í takt við verð á öðrum stöðum. La Primavera telst sennilega í fínni/dýrari kantinum en það munar ekki mjög miklu í verði milli staða.