Örvitinn

Tónlistin í spilaranum

Hef eignast eftirfarandi diska með fullkomlega löglegum hætti síðustu tvær vikur:

Hver öðrum betri, mæli með þeim öllum.

Íslenskar hljómsveitir mættu alveg fjárfesta í léni og setja upp alvöru heimasíðu - ekki bara síðu á Facebook eða Myspace. Hvar er ensími.is?

tónlist
Athugasemdir

Þórhallur "Laddi" Helgason - 06/12/10 14:02 #

Tók einmitt kast í gær og keypti eftirfarandi íslenska diska: - Go með Jónsa - Puzzle með Amiinu - Don't be a Stranger með Feldberg - Fögur fyrirheit með Lifun - Loksins erum við engin með Múm - Kimbabwe með Retro Stefsson - Diskóeyjan

Um að gera að styrkja íslenskt tónlistarfólk sem er að gera massa góða hluti. Diskur ársins er samt tvímælalaust Búum til börn með Moses Hightower, fílgúd tónlist to the max... :)

Þórhallur "Laddi" Helgason - 06/12/10 14:16 #

Já, var næstum búinn að kaupa Jónas í gær líka, þetta var bara orðið gott í bili, tek hann næst... ;)

Matti - 06/12/10 14:18 #

Gyða minntist einmitt á Lifun um daginn, hvernig er diskurinn þeirra?

Brynjar - 06/12/10 14:25 #

Fullkomlega lögleg hlustun á Moses Hightower: http://moseshightower.bandcamp.com/

En þetta er reyndar svo góður diskur að maður fer beint út í búð.

Kristinn Snær - 06/12/10 15:39 #

gaman að heyra þetta, verandi starfandi tónlistarmaður, kem lítillega við sögu á plötu Lifunar í einu lagi og þónokkuð meira með Jónasi. Bendi á tónleika með Jónasi í Tjarnabíó annaðkvöld!

ps: Heimasíðar Jónasar er í gagngerri endurhönnun en er samt sem áður á www.jonassigurdsson.com

kv. Kiddi

Þórhallur "Laddi" Helgason - 06/12/10 16:57 #

Fékk þá tilfinningu með Lifun að ég væri að hlusta á tónlist frá því um 1970 og fannst hún vera mjög kunnugleg í þokkabót. Fyrir mér er það merki um að þau séu að gera eitthvað rétt. Allavega hef ég gaman af þessu... :)

Siggi Óla - 06/12/10 17:50 #

Þarf að ná mér í Jónas Sig og Retro Stefson. Sá Jónas á Bræðslunni á Borgarfirði í sumar á hreint mögnuðum tónleikum. Mæli með að fólk tékki líka á MIRI en þeir voru að gefa út fína plötu sem heitir Okkar. Mest instrumental en þrusugóðir. Sýnishorn: http://www.youtube.com/watch?v=uQ3C2KrbqVo

Björn Friðgeir - 07/12/10 08:28 #

Vá.

Takk fyrir að benda mér á Tónlistarstund Arnars Eggerts.

Upphafsstefið var næstum því TKO og svo kom pilturinn ber að ofan.

Misþyrming augna og eyrna! Hryðjuverkamaður!

Að því slepptu þá get ég staðfest fyrir sjálfum mér að ég er greinilega gamall fauskur og fíla ekki þessa músík í dag. Reyndar aldrei verið með á nótunum í íslensrki cutting edge dægurlagatónlist, enda fór ég ekki á Tappann þegar þau spiluðu í Hagaskóla hér um árið.

Matti - 07/12/10 08:31 #

Þetta er nú allt frekar melódísk tónlist - kannski að Agent Fresco séu í þyngri kantinum. Minna mig dálítið á Deftones á köflum.