Örvitinn

Bílastæðavandamál við matarúthlutun

Ef ég ætti ekki fyrir mat myndi ég fórna bílnum. Það er ógeðslega dýrt að eiga og reka bíl á Íslandi í dag.

Vissulega getur verið vesen að ferðast með strætó en það er samt hægt og fullt af fólki gerir það daglega. Líka fólk sem á fyrir mat.

Með þessu er ég ekki að dæma fólk sem þarf á matarúthlutun að halda. Það er bara eitthvað að forgangsröðuninni hjá flestum íslendingum þar sem bílleysi er álitið verra en að geta ekki brauðfætt fjölskylduna.

Auk þess legg ég til að hætt verði að úthluta fólki mat og það fái í staðin kort sem það getur notað í matvöruverslunum.

Ýmislegt
Athugasemdir

Björn Friðgeir - 07/12/10 10:47 #

Ég get séð aðstæður þar sem þetta færi saman og þekki meira að segja dæmi þess.

En það er í Seattle og bíllinn kostaði eitthvað um 500 dollara og viðgerðakostnaður upp á meira en 50-100 dollara myndi setja viðkomandi á hliðina. Við vinirnir yrðum líklega að bjarga málunum.

Ég hugsa að ekki margir af þessum séu í þannig aðstæðum, þó eflaust sé það einhver.

Gunnar G - 08/12/10 10:59 #

Maður hefur auk þess heyrt að stór hluti biðraðafólksins standi og keðjureyki.

Ég er hræddur um að maður myndi leggja rettunum ef maður ætti ekki fyrir mat ofan í krakkana?!?

Árni - 08/12/10 11:23 #

Þú hefur aldrei fengið lánaða bifreið er það nokkuð?

Matti - 08/12/10 11:35 #

Jú ég hef fengið lánaða bifreið. Getur verið að eitthvað af þessu fólki hafi fengið lánaðan bíl? Engin spurning.

Finnst þér líklegt að stór hluti af þessum hópi hafi komið á lánsbíl?

María - 08/12/10 22:24 #

Voðalega er mikill saumaklúbbabragur yfir þessari athugasemd, Gunnar. Lélegt!