Örvitinn

Rökræður um trúarbrögð og fótbolta

Ég veit ekki hvort er bjánalegra að reyna ræða um fótbolta eða trúbrögð.

Þetta þumlakerfi er að eyðileggja Liverpool bloggið. Það og liðið sem hefur ekkert vit á fótbolta og fær allan sinn fróðleik frá Sky sports eða Stöð2 sport. Hér er fróðleg umfjöllun um leikinn í gær.

Trú.is er í raun frekar brosleg síða. Athugasemdir eru fjarlægðar af engu tilefni og fæstir pennar þora að standa við skoðanir sínar ef þeir hafa skoðanir yfir höfuð. Ég man aldrei eftir því að nokkur greinarhöfundur á trú.is hafi játað að hafa haft rangt fyrir sér eða að hafa gert mistök.

boltinn
Athugasemdir

Skúli - 07/12/10 12:11 #

Hafa einhverjar athugasemdir verið fjarlægðar í þessu rökröfli okkar? Annars írteka ég niðurlagsorðin mín:

"Þvílíkur tími sem fer í þetta! Eruð þið ekki í vinnu, strákar?"

:)

Kristján Atli - 07/12/10 12:29 #

Er verið að fella okkur fótboltaáhorfendurna í sama hóp og trúmennina á Trú.is? Ég get fullvissað þig um að við erum miklu verri en þeir. :)

Hvað þumlakerfið varðar þá er ég bæði sammála og ósammála þér. Þumlakerfið getur virkað, þetta er mjög gott kerfi sem - þegar rétt notað - getur lýst upp góð ummæli og veitt þeim meiri athygli og um leið falið það sem er algjört rugl.

Vandamálið er það að flestir sem lesa síðuna kunna ekki að nota þumlakerfið. Fólk getur hverjum einustu ummælum annað hvort þumal upp eða niður, í stað þess að greiða bara atkvæði þegar menn eru sérstaklega hrifnir af ummælum eða sérstaklega á móti ummælum. Þess vegna verður úr þessu algjör þumlasúpa á köflum, því menn þumla allt of mikið og allt of oft.

Einar Örn - 07/12/10 13:23 #

Rólegur á því að þetta sé að eyðileggja umræðuna á kop.is. :-)

Hún er umtalsvert betri en hún var á síðasta tímabili. Munurinn er kannski sá að þú ert að blanda þér í umræðuna og þú er með frekar þunglyndislegt view á þjálfaramálum og fyrirliðanum, þannig að það eru margir sem eru ósammála þér. Ég er nokkuð sammála þér í þessum málum, en ég er ekki alltaf í stuði til að lesa það beint eftir góðan sigurleik.

Ég er alveg sammála að þumlarnir geta virkað sem "sammála/ósammála" sem þeir eiga ekki að vera. Það er galli. En við þurfum kannski aðeins að impra betur á því við lesendur síðunnar.

Matti - 07/12/10 13:43 #

Nei Skúli, það voru ekki fjarlægðar athugasemdir í þessari umræðu.

Það fer reyndar ótrúlega lítill tími í þetta karp á trú.is hjá mér Skúli. Ég þekki þetta allt saman!

Varðandi Liverpool bloggið, þá er afskaplega pirrandi (svo ég segi ekki meira) að fá svona komment komment:

Let me get this straight. Menn eru actually að diskutera hvort Gerrard sé góður eða lélégur miðjumaður??? Þetta hlýtur að vera eitthvað grín. Held að ákveðinn aðili ætti að drífa sig á scum chat síðurnar ef þær eru þá til.

Og það með helling af þumlum upp! :-)

Maður sér þetta líka á reddit og álíka síðum að margir misskilja þetta upp/niður dæmi - halda að þetta snúist um að gera vel við þá sem maður er sammála.