Örvitinn

Alþingi rýmt vegna hrópa

Alþingi var rýmt vegna hrópa af þingpöllum. Er ekki oft ástæða til að rýma Alþingi vegna hrópa úr þingsal? Jafnvel kemur fyrir að það sem sagt er í púlti gefur tilefni til að kasta fólki út.

Mér finnst það ekki góður leikur hjá mótmælendum að gefa lögreglu tilefni til að rýma þingpalla. Hefðu þögul mótmæli ekki verið sterkari? Væntanlega hefðu mótmælaspjöld reyndar verið tekin af fólk því leitað var á því áður en það fékk að fara á þingpalla.

Vert að það komið fram að mér þykir málatilbúnaðurinn gegn nímenningunum skandall og botna ekkert í því að haldið sé áfram með málið eftir að í ljós er komið að alvarlegustu ásakanirnar eru rangar. Satt að segja þykir mér það rannsóknarefni hvernig saksóknari hefur unnið í málinu.

Það er kominn tími á einhversskonar alvöru byltingu á Íslandi. Það er varla meiri skaði að því að reyna allavega að koma á réttlæti heldur en að leyfa þeim [þingmönnum] að vera þarna. Þeir hafa ekki sýnt neinn vilja til að leggja Alþingi niður, þrátt fyrir að hafa margsannað vanhæfi sitt,“ sagði einn mótmælenda sem kallar sig Garm. #

Því miður Garmur, fólk styður þessa kröfu þína einfaldlega ekki. Almenningur á Íslandi vill ekki leggja Alþingi niður.

pólitík
Athugasemdir

Ásgeir - 08/12/10 16:51 #

Ég var reyndar ekki á pöllunum en ég var fyrir utan. Þetta voru þögul mótmæli og skipulögð sem slík en svo virðist sem einn hafi ekki ráðið við sig.

Þingfundi var slitið eins og stendur þarna, en eftir að hann byrjaði aftur, þá gekk ég alveg einn að lögreglunni og bað mjög kurteislega að fá að fylgjast með þingfundi. Þeir sögðu nei.

Ég tel að það sé stjórnarskrárbrot (og ég legg áherzlu á að þegar ég gerði þetta voru engir mótmælendur að reyna að komast inn og næstum enginn nema ég nálægt lögreglumönnunum. Því síður var ég með læti.)

Matti - 08/12/10 16:53 #

Ég hlustaði ekki á þetta sjálfur en Gyða segir mér að það hafi fleiri en þessi eini hrópað, þó hann hafi haft hæst og verið dónalegastur.

Ásgeir - 08/12/10 16:57 #

Ok, þá er það líklega rétt.

Erlendur - 08/12/10 17:04 #

Varðandi lögmæti lokunar Alþingis: 57. gr. Fundir …1) Alþingis skulu haldnir í heyranda hljóði. Þó getur forseti eða svo margir þingmenn, sem til er tekið í þingsköpum, krafist, að öllum utanþingsmönnum sé vísað burt, og sker þá þingfundur úr, hvort ræða skuli málið í heyranda hljóði eða fyrir luktum dyrum.

Ásgeir - 08/12/10 17:11 #

Það er nokkuð ljóst að slík atkvæðagreiðsla fór ekki fram.

Matti - 08/12/10 22:43 #

Í sjónvarpsfréttum virtist þetta bara vera einn gaur.

Tinna - 09/12/10 01:53 #

Þetta var hann Haukur, "Bónusfánamaðurinn". eyeroll