Örvitinn

Kirkjuferð á skólatíma

Dagskrá síðustu daga fyrir jól var að berast í tölvupósti. Meðal þess sem er á dagskrá er að sjálfsögðu:

Þriðjudaginn 14. desember
Kirkjuferð á skólatíma.

Ekkert meira um það enda er málið ekkert flóknara. Farið verður í kirkjuferð á skólatíma. Þetta er ekki heimsókn í fræðslutilgangi, hún er ekki á forsendum skólans og hún er ekki valkvæm - það er ekkert annað í boði fyrir börnin. Í kirkjuferðinni verður kristni boðuð, börnin látin fara með bænir og þeim sagðar lygasögur um Jesús.

Svona er þetta bara, sættið ykkur við það og haldið kjafti.

leikskólaprestur
Athugasemdir

Gunnar G - 09/12/10 13:09 #

Einhvernveginn finnst mér betra að börnin fari í kirkju en að prestar mæti í einkennisbúningnum í skólastofuna og fylli þau af sögum um geimverur.

kannski er þetta bara tvær hliðar af sama peningnum?

Arnar - 09/12/10 13:16 #

Biddu stelpurnar að spyrja prestinn akkuru guð hati jólatré (Jeremía 10:1-5) :)

Matti - 09/12/10 13:43 #

Það er skárra að börn fari í kirkju heldur en að prestar mæti í skólana. Það er ekki þar með sagt að það sé ásættanlegt að farið með sé börn í kirkju á skólatíma. Einhverjir munu halda því fram að þetta sé á forsendum skólanna. Það er ósatt.

Ég mun ekkert bögga stelpurnar mínar varðandi þessa ferð.

Nonni - 09/12/10 15:26 #

Yngri sonur minn fór í heimsókn í gær í Háteigskirkju að okkur forspurðumm. Þar átti hann að biðja Gvuð um að gera jólin gleðileg og fara með faðir vorið. Hann gerði það fyrir kurteisissakir, en þótti þetta óttalegur bjánagangur í prestinum.

Kristjana - 09/12/10 16:46 #

Fyrir fjórum árum var dóttir mín í 10. bekk Valhúsaskóla á Seltjarnarnesi. Gerði hún ásamt frænku sinni þá athugasemd við óvalkvæða kirkjuferð fyrir jól. Fékk hún vægt til tekið bágt fyrir frá mörgum starfsmönnum skólans.

Upphófst þá einkennilegt ferli sem var fullorðnum starfsmönnum skólans lítt til framdráttar og af þeirra hálfu féllu orð sem betur hefðu verið ósögð. Stelpurnar fóru lengra með málið, m.a. til framkvæmdastjóra fræðslu og menningarsviðs Seltjarnarness og til umboðsmanns barna. Niðurstaðan var að þarna hefði verið brotið á þeim. Eigi að síður átti skólinn í erfiðleikum með að viðurkenna að ekki hefði verið staðið rétt að málum. Niðurstaðan held ég þó að hafi verið að breyta verklagsreglum, er ekki viss þar sem ég á ekki lengur börn í grunnskóla.

Stelpurnar stóðu sig með prýði og eftir því sem ég best veit náðu þær því að hafa áhrif á verklag skólans til framtíðar. Skilningsleysi skólans og starfsmanna hans er mér hins vegar enn í fersku minni og það er ekki leggjandi á börn að standa í svona uppreisn.

Því styð ég þig heilshugar í því að láta ekki á neinu bera gagnvart börnunum. Það er hins vegar sjálfsagt að foreldrar geri athugasemdir við svona verklag. Sjálf sé ég eftir því að hafa oftar en ekki setið þegjandi hjá.

Sjá umfjöllun Jóhanns Björnssonar um ofangreint tilvik: http://johannbj.blog.is/blog/johannbj/entry/104834/ Ég ætlaði að líma inn grein sem birtist í fréttablaðinu, að ég held 19. jan 2007, um þetta en mér tókst það ekki.

Ef ég man rétt þá hittir þú stelpurnar og ræddir við þær í framhaldi af þessu.

Matti - 09/12/10 16:50 #

Ég hitti stelpurnar og færði þeim örlítinn þakkarvott frá Vantrú, bók og bíómiða. Spjallaði við þær og föður annarar á kaffihúsi. Efnilegar stelpur.

Egillo - 09/12/10 17:47 #

Þú verður, eins og Örn Bárður vinur okkar benti á, bara að kyngja því að tilheyra minnihlutahóp. Og eins og allir vita þá mega réttindi minnihlutahópa ekki ganga á forréttindi meirihlutans.

Matti - 09/12/10 17:56 #

Það er ekkert sem ég get gert annað en að vera með leiðindi við skólann og ég nenni ekki að standa í stappi. Það kemur ekkert út úr því.

Þess vegna þarf Reykjavíkurborg að setja reglur um þetta. Svo fólk eins og ég þurfi ekki að rífast við skólastjórnendur og kennara um hvort það sé eðlilegt að trúboð fari fram á skólatíma.

Freyr - 09/12/10 22:05 #

Þetta er leitt að heyra að ferðin sé óvalkvæm. Ég bý svo heppilega við það að hafa aðeins skárri kost, svona lítur pósturinn út frá skólastjóranum í Salaskóla um þetta mál:

Vegna umræðna um samskipti skóla og trúfélaga höfum við rýnt í hvernig þeim er háttað hjá okkur. Samskipti okkar við prest og kirkju er ævinlega að okkar frumkvæði og takmörkuð við þegar alvarleg áföll dynja yfir skólasamfélagið, vettvangsferð í kirkjuna í tengslum við nám (sbr. aðalnámskrá grunnskóla) og jólaheimsókn í kirkju en þá hafa nemendur val á milli kirkjuferðar og sögustundar. Sóknarprestur hefur aldrei leitað til okkar og óskað eftir aðgangi að nemendum skólans. Gídeonfélagið óskar árlega eftir því að fá að koma og færa 10 ára börnum Nýja testamentið og höfum við lánað þeim aðstöðu eftir skóla og er nemendum frjálst að fara til þeirra og þiggja gjöfina. Við erum nú að taka saman skýrslu um þessi mál og liggur hún fyrir fljótlega.

Skref í rétta átt að mínu mati. Vonandi fylgja aðrir skólar eftir.

Kristinn - 09/12/10 23:31 #

13. des. sýndist mér að farið verði í kirkju í leikskóla dóttur minnar. Ekkert talað um valmöguleika af neinu tagi.

Baldvin - 10/12/10 06:58 #

Álfhólsskóli bauð upp á samverustund í staðin og kynnti það fyrirfram. 12 ára strákurinn minn og tveir eða þrír aðrir völdu hana framyfir kirkjuferðina. Hinir krakkarnir áttu annaðhvort annað eða bæði foreldra frá landi utan Íslands og að mig grunar með önnur trúarbrögð. Heimsókn leikskólans (í Reykjavík) er ekki valkvæð, það verður bara annað okkar foreldranna að vera heima þann dag.

Jón Yngvi - 10/12/10 10:02 #

Salaskóli er á réttri leið. Aðventuleiðindin mín í fyrra fólust einmitt í því að senda skólastjóranum í skóla dætra minna ábendingu um það hvernig staðið er að málum þar.

Matti - 10/12/10 13:07 #

Nú var að berast póstur með dagskrá fimmta bekkjar. Þar eru foreldrar sem óska þess að börn þeirra fari ekki í kirkju beðnir um að hafa samband við umsjónarkennara eigi síðar en á mánudag. Ekkert kemur fram hvort eitthvað annað verði í boði - en þarna er þó opnað fyrir það að sum börn fari ekki.

Matti - 10/12/10 13:20 #

Annað vekur athygli mína. Kirkjuferð er fyrir börn í 1-7. bekk. Eftir fermingu er ekki lengur farið með krakkana í kirkju. Hvernig ætli standi á því?

Gyða - 10/12/10 14:26 #

Jú lesa betur.

Efsta stigið fer í kirkju föstudaginn 17. des meðan jólaballið er hjá yngri krökkunum.

Matti - 10/12/10 14:27 #

Ah, sé það núna :-)

EgillO - 10/12/10 18:10 #

Voðalega er ég ánægður með að skólarnir hérna í Kópavogi séu farnir að átta sig aðeins:)

Ólafur - 13/12/10 09:26 #

Er einmitt í þessum töluðum að velta því fyrir mér hvernig ég eigi að tælka annan skóla í Kópavogi sem mitt barn er í. Ég kvartaði yfir þessu í fyrra eftir jóla, þar sem ég vissi af þessu fyrir jól. Það á þá núna algjörlega að hunsa mínar kvartanir og umræðuna sem farið hefur fram í þjóðfélaginu. Hvað á maður eiginlega að gera.

Ólafur - 13/12/10 10:02 #

Átti að vera "vissi ekki af þessu fyrir jól".