Örvitinn

Rækju og skít

Dunda mér við að læra fyrir próf og er meðal annars að fara yfir hugtök. Bý svo vel að vera með orðalista frá kennara. Reyndar er orðalistinn á vikublöðum þannig að hugtökin eru ekki alltaf á því vikublaði sem ég er að skoða.

Var ekki alveg með það á hreinu hvernig þýða á "sentential" og prófaði því að fletta orðinu upp með google translate. Þar sem ég er með það forrit í símanum prófaði ég að mæla orðið og sjá hvernig gengi. Útkoman var undarleg, ég sagði "sentential" eins skýrt og ég gat en google translate heyrði eitthvað allt annað!

Reyndar skilur google translate ekkert í orðinu og Ensk íslensk orðabók sem ég er með ekki heldur. Skiptir ekki öllu máli, ég fann þetta á fyrsta vikublaði þar sem "sentential form" er þýtt einfaldlega sem "setningarform".

android
Athugasemdir

Daníel - 11/12/10 15:57 #

Þá á þetta væntanlega að vera: sentenceial (borið eins fram).

Matti - 11/12/10 16:08 #

Eins og sést á myndinni er þetta skrifað "Sentential Forms" í kennslubókinni. Það virðist vera rithátturinn sem notaður er í rökfræði og stærðfræði.

Hakon - 11/12/10 23:33 #

Ordabok.is ræður við þessa þýðingu og er ansi góð almennt séð - líka ódýr.

Þar er þetta orð þýtt svona:

dóms-; dómsuppkvaðningar-; staðhæfinga-; spakmæla-; orðskviða-; málsgreina-; setninga-

Sindri G - 12/12/10 17:36 #

Ég er með einhvern tölfræði orðalista í vinnunni, þar sem þýdd eru fimm hugtök sem byrja á "sentential"

sentential calculus yrðingareikningur, fullyrðingareikningur, = propositonal calculus, -> sentential logic.

sentential connective samtenging, tenging, tengill, = connective, = connective symbol, = propositional connective, = truth-functional connective.

sentential function yrðingafall, = propositional function, = statement function, -> predicate.

sentential logic yrðingarökfræði, fullyrðingarökfræði, = logic of propositions, = propositional logic, -> propositional calculus.

sentential variable yrðingabreyta, fullyrðingabreyta, = propositional variable

Gummi Jóh - 14/12/10 10:11 #

Hvaða tungumál ertu með stillt í Google Translate ?

Það skilur mig miklu betur eftir að ég stillti á US English í stað UK.

Bara pæling.

Matti - 14/12/10 13:25 #

Ég sé enga slíka stillingu!

Gummi Jóh - 14/12/10 14:15 #

Jú jú,

Í settings - Voice input í símanum sjálfum, ekki í appinu.

Ef það er stillt á US English gætirðu skipt á eitthvað annað, kannski talarðu ensku með svona fínum hreim :)

Matti - 14/12/10 14:19 #

Ah, ég kíkti bara á forritið sjálft. Ég prófa að breyta þessu. Ekki það að ég noti þennan fítus mjög mikið :-)