Örvitinn

Vonin

Ég vona að ríkiskirkjufólk hætti að segja ósatt um trúleysingja, t.d. að þeir vilji koma í veg fyrir kristinfræðikennslu eða banna þjóðfánann. Ég á í alvörunni djúpa og sterka von um að dag einn muni almannatengslaráð ríkiskirkjunnar senda frá sér boð um að ekki skuli lengur segja ósatt fyrir málstaðinn. Reyndar geri ég mér grein fyrir að þessi von er barnaleg og að trúleysingjar munu þurfa að halda áfram að moka hrossaskít.

ps. Þú ert með fallegt hjarta.

dylgjublogg
Athugasemdir

Ásgeir - 13/12/10 16:23 #

Von? Er það ekki það sama og trú? Ertu þá ekki trúaður?

Matti - 13/12/10 16:40 #

Ekki nóg með það, heldur treysti ég því að í prófinu sem fer í á miðvikudag muni kennarinn spyrja út úr námsefni vetrarins.

Ég vona semsagt og treysti. Ég er öfgatrúmaður.

Já og svo mynda ég mér stundum skoðun án þess að hafa 100% sönnun öllum hliðum málsins. Þar með er ég víst kominn í lið með biskupnum :-)

Snæbjörn - 14/12/10 10:32 #

Von þín í færslunni að ofan er ekki bara „trú“ eins og Ásgeir segir, heldur beinlínis trú á yfirnáttúrulega hluti. Að ríkiskirkjufólk hætti að segja ósatt um trúleysingja?

Matti - 14/12/10 13:25 #

Úff, ég gerði mér ekki grein fyrir því að ég væri orðinn öfgatrúmaður :-)