Örvitinn

Staðgöngumæðrun

Íslenskir fjölmiðlar þurfa að gjöra svo vel að kanna aðstæður staðgöngumæðra á Indlandi. Eru "ríkir" íslendingar að notfæra sér fátækt og neyð kvenna í fátækari löndum. Hverjar eru aðstæður staðgöngumæðra sem ganga með börn fyrir útlendinga.

Þetta þarf að skoða áður en yfirvöld setja reglur um málið. Það getur varla verið stórmál að finna staðgöngumóðurina í þessu tiltekna máli, ræða við hana og kanna aðstæður hennar.

Auðvitað er það fordæmisgefandi þegar ríkisborgararéttur er veittur. Ef aðrir foreldrar í sömu stöðu fá ekki ríkisborgararétt fyrir barn sitt hlýtur það að teljast mismunun.

Ég hef ekkert á móti staðgöngumæðrun í sjálfu sér en geri fyrirvara þegar peningar eru komnir í spilið.

feminismi
Athugasemdir

ASE - 20/12/10 09:57 #

Góður punktur og kannski einna bestu rökin fyrir að heimila staðgöngumeðgöngur á Íslandi. Ekki mörg tilfelli sem um að ræða en bakvið hvert þeirra liggur áralöng erfið barátta.

Þetta er dásamleg leið fyrir fólk sem getur með engu móti eignast börn öðru vísi. En þetta er ekki auðveld leið og alls ekki auðvelt að finna staðgöngumóður, hvað þá einhverja sem er tilbúin að gera þetta frítt fyrir annað fólk. Þá helst að það sé náinn ættingi eða vinur en ekki einu sinni þá.

Því er það staðreynd að fyrir staðgöngumæðrun er oftast borgað, sama hvað hver og einn segir. Það má vissulega deila um siðferðina bakvið það og sýnist sitt hverjum. Fyrir einhverjar konur getur þetta verið leið sem hentar þeim og þeirra aðstæðum vel. Og ekki spurning að fá "störf" hafa jafn gefandi niðurstöðu. Það hlýtur að vera einstök og yndisleg tilfinning að geta hjálpað barnlausu fólki að eignast fjölskyldu.

En það er munur á hvort gert af yfirveguðu ráði eða af neyð.

Ég óska þessari nýju fjölskyldu alls hins besta og innilega til hamingju með að hafa loksins fengið draum sinn uppfylltann. En það þarf að sjá til þess að aðrir í sömu sporum viti hvar þeir standa í þessum málum í framtíðinni.

Matti - 20/12/10 10:09 #

En það er munur á hvort gert af yfirveguðu ráði eða af neyð.

Þetta er lykilatriði.

Einnig finnst mér skipta miklu máli hvort þriðji aðili hagnast.

frelsi.is - 20/12/10 12:26 #

leyfa bara markaðnum að ráða!

Hildur Lilliendahl - 21/12/10 09:04 #

Til hvers eru lög sem banna þetta hér ef Alþingi ætlar sér að senda þau skýru skilaboð til fólks að það sé í lagi að fara til útlanda og kaupa fátæka konu til að gera þetta? Mér finnst þessi ríkisborgararéttarveiting (pása til að anda) ískyggileg svo ekki sé meira sagt.

Sylvia - 21/12/10 10:25 #

Held þetta sé mjög vanhugsað af þinginu að brjóta eigin lög. Hér í Noregi þar sem ég bý er álíka mál sem norska stjórnin gefur sig ekki í því þetta er bannað. Og þá er konan sem fékk tvíbura í gegnum staðgöngumóður föst á Indlandi. Margir líta á þennan bisness sem hluta af trafficking, þar sem verið er að versla með manneskjur og margar siðferðisspurningar vakna. T.d. hver tekur ábyrgð á barninu ef það fæðist vanskapað?

Sirrý - 21/12/10 11:32 #

Sá viðtal við konu í kastljós held ég hún sagði best að skilja við manninn sinn, taka saman við konu sú kona notar egg konu sinnar og sæði fyrrverandi makans og eignast barn. Síðan skilur konan sem átti eggin við konuna sem gekk með barnið og fer aftur til mansins síns. Þá er þetta ekki staðgöngumóðir heldur unnusta og búið að fara kringum kerfið. En ég er sammála því finnst grunnurinn liggja í hvort það sé verið að misnota neyð kvenna og og á sama við hér og með vændi.

Nonni - 21/12/10 14:02 #

"En ég er sammála því finnst grunnurinn liggja í hvort það sé verið að misnota neyð kvenna og og á sama við hér og með vændi."

Þetta er samt ekki alveg sambærilegt. Ég get t.d. ímyndað mér að það sé miklu líklegra að konur sem eru að selja sig kynferðislega verði fyrir líkamlegu ofbeldi.

Már - 21/12/10 23:51 #

"Læk" á það sem Hildur og Sylvia segja hér að ofan!

Már - 21/12/10 23:54 #

Nonni, mér finnst stórkostlegur munur á því að leyfa einhverjum að hossast á sér í hálftíma gegn greiðslu, og því að ganga fulla meðgöngu og fæða barn gegn greiðslu.

Líkurnar á varanlegum skaða (andlegum og líkamlegum) eru margfalt margfalt meiri af því síðara.

Nonni - 22/12/10 00:15 #

Már, þarf maður ekki að bera saman 9 mánuði af meðgöngu við 9 mánuði af vændi með tilheyrandi smithættu, líkurnar á að lenda á ofbeldisfullum kúnna, líkurnar á að pimpinn tapi sér o.s.frv.?

Halli - 22/12/10 17:01 #

Sá viðtal við konu í kastljós held ég hún sagði best að skilja við [konuna sína], taka saman við [vændis]konu [...]. Síðan skilur [kaupandi vændisins] við konuna sem [veitti þjónustuna] og fer aftur til [konunnar sinnar].

Þá er þetta ekki [vændiskona] heldur unnusta og búið að fara kringum kerfið.

PS. Ég hef ekkert á móti [kynlífsþjónustu] í sjálfu sér en geri fyrirvara þegar peningar eru komnir í spilið.