Örvitinn

Köld vísindahyggja í guðlausri veröld

Þarf hún meiri tunglmyrkva og minna ljós? Meiri órétt og þar með minni frið? Minni áhrif kristinnar trúar og meira guðleysi? Þarfnast þjóðin gerilsneyddra samskipti þar sem enginn má vita hverju náunginn trúir? Viljum við hólfað samfélag þar sem enginn kann skil á hugarheimi annars, hvorki sið hans né trú? Hvers þarfnast börnin okkar? Kaldrar vísindahyggju í guðlausri veröld? #

Séra Örn Bárður prédikaði svona fallega um jólin. Engir fordómar í þessu. Ekkert út á þetta að setja. Haldið þið að einhver kollega hans muni andmæla? Ekki ég.

Köld vísindahyggja! Á ég að segja ykkur hvað mér þykir kalt. Hugmyndin um að þeir sem trúa á Jesús Jósefsson fari til himna en aðrir muni kveljast að eilífu í logum helvítis.

kristni
Athugasemdir

Sævar Helgi - 27/12/10 11:38 #

Þessi gaur! ;) Hann er sennilega svekktur að með „kaldri vísindahyggju“ er hægt að spá fyrir um atburði eins og tunglmyrkva með meiri nákvæmni en dulspekingar og klerkar fyrri alda hafa nokkurn tímann geta gert. Ég vil klárlega fleiri tunglmyrkva.

Svo held ég að hann sé að misskilja, þessi atburður var alveg gullfallegur. Væri ég trúaður myndi ég túlka hann sem enn eina fagra sýninguna sem skaparinn sýndi okkur.

En svona er nú heimsmynd þessa manns köld og innantóm.

Matti - 27/12/10 14:29 #

Þessi gaur!

Nei, nú fórstu yfir strikið :-)

Halldór L. - 29/12/10 13:42 #

Miðað við annað sem mannleysan hefur látið út úr sér er þetta ansi léttvægt.

spritti - 30/12/10 11:47 #

Það er ekki nóg að trúa. Maður verður að haga sér.