Örvitinn

Refsiverð hnýsni

Það getur verið gaman að grúska.

XXV. kafli. Ærumeiðingar og brot gegn friðhelgi einkalífs.

228. gr. Ef maður hnýsist í bréf, skjöl, dagbækur eða önnur slík gögn, sem hafa að geyma upplýsingar um einkamál annars manns, og hann hefur komist yfir gögnin með brögðum, opnað bréf, farið í læsta hirslu eða beitt annarri áþekkri aðferð, þá varðar það sektum …1) eða fangelsi allt að 1 ári. [Sömu refsingu skal sá sæta sem á ólögmætan hátt verður sér úti um aðgang að gögnum eða forritum annarra sem geymd eru á tölvutæku formi.]2)
Sömu refsingu varðar það að ónýta eða skjóta undan einkagögnum þeim, sem nefnd eru í 1. mgr.
Sektum eða [fangelsi]1) allt að 3 mánuðum skal sá sæta, sem hnýsist í hirslur annars manns án nægilegra ástæðna.
1)L. 82/1998, 120 . gr. 2)L. 30/1998, 4. gr. #

Sömu refsingu skal sá sæta sem á ólögmætan hátt verður sér úti um aðgang að gögnum eða forritum annarra sem geymd eru á tölvutæku formi. Áhugavert!

229. gr. Hver, sem skýrir opinberlega frá einkamálefnum annars manns, án þess að nægar ástæður séu fyrir hendi, er réttlæti verknaðinn, skal sæta sektum eða [fangelsi]1) allt að 1 ári.
1)L. 82/1998, 121. gr. #

Ýmislegt