Örvitinn

Sjálfstæðisflokkurinn og kynferðisleg mistnokun dýra

Heimildarmenn mínir í Flokknum segja að mikil ólga sé innan Sjálfstæðisflokks vegna fyrirhugaðs banns við kynferðislegri misnotkun dýra hér á landi. Sjálfstæðismenn benda á kynferðisleg misnotkun dýra hafi fylgt þjóðinni frá landnámi og tengist siðnum í landinu sterkum böndum.

Einnig véfengja sjálfstæðismenn harkalega að Nefnd um endurskoðun dýraverndarlaga hafi nokkuð um málið að segja, Júlíus Vífill telur hlutverk nefndarinnar óljóst og að nefndin hafi ekkert boðvald í málinu. Einnig vill Júlíus Vífill meina að það sé ekki hlutverk nefndarinnar að skipta sér af samskiptum sjálfstæðismanna og dýra.

Það verður spennandi að fylgjast með framhaldinu.

pólitík skáldskapur
Athugasemdir

Helgi Þór - 12/01/11 14:36 #

Ef þetta reynist rétt þá er ég gjörsamlega orðlaus!

Matti - 12/01/11 15:07 #

Þetta er algjörlega 100% áreiðanlegur skáldskapur.

Matti - 12/01/11 15:08 #

En ef til er kynferðisleg misnotkun á dýrum - er þá til kynferðisleg notkun á dýrum?

Helgi Þór - 12/01/11 16:45 #

Þú hefur allavega húmor :)

Siggi Óla - 12/01/11 20:37 #

Þetta er reyndar mjög fyndið skot hjá Matta því mér sýnist hann vera að skjóta á sjálfstæðismenn í borginni út af mannréttindanefnd og snúa því sniðuglega upp í þennan skáldskap. Búa til svona ímyndað hliðrænt ástand við fáránlegar athugasemdir og umfjallanir sjálfstæðismanna um mannréttindanefnd undanfarið vegna starfa hennar og tillagna.

Siggeir F. Ævarsson - 12/01/11 21:32 #

Áður en ég sá taggið var ég alveg að kaupa þetta. Fannst alveg líklegt að stjórnmálamaður sem lítur út eins og fnæsandi graðhestur væri tregur til að setja lög sem banna kynlíf með dýrum.

Rebekka - 13/01/11 09:41 #

Vá, þangað til í dag vissi ég ekki að dýravændishús væru yfirhöfuð til. Mér leið pínu betur án þeirrar vitneskju...

Héðinn Björnsson - 14/01/11 13:32 #

Reyndar soldið spes að maður megi skjóta dýr en ekki hafa við þau kynmök. Slíkt er þá væntanlega frekar til að vernda siðgæði samfélagsins en að verja fórnarlömbin.

Magnús - 14/01/11 13:53 #

Það þarf í raun ekki að segja meira um þetta, það að líkja þessu tvennu saman segir allt sem segja þarf um þennan ágæta blogghöfund.

Matti - 14/01/11 13:56 #

Já hann er örviti. Hvað með þig?

ArnarG - 14/01/11 15:00 #

Magnús er algjörlega hlutlaus er kemur að umræðu um trúmál!