Siðareglur lögmanna
Siðareglur lögmanna er áhugaverð lesning. Spurningin er, skipta þessar siðareglur einhverju máli? Fara lögmenn eftir þeim? Skiptir máli þó þeir brjóti gegn þeim? Eru það ekki kollegar þeirra sem úrskurða og er þá ekki ósennilegt að þeir fari að snupra einhvern þó hann hafi örlítið farið út fyrir rammann?
T.d.
7. gr. Lögmaður má ekki, án vitundar hlutaðeigandi, hraðrita, taka upp á hljóðbönd, myndbönd, eða á annan viðlíka hátt, símtöl, viðtöl, fundi eða aðrar viðræður, hvort sem lögmaðurinn er sjálfur aðili að þeim eða ekki. Slíkar upptökur má hann ekki nota sem sönnunargögn í dómsmálum.
Hvað með stolnar fundargerðir? Ætli þær falli undir þetta?
35. gr. Lögmaður má ekki til framdráttar málum skjólstæðings síns beita gagnaðila ótilhlýðilegum þvingunum, en það telst meðal annars ótilhlýðilegt:
‑ að kæra eða hóta gagnaðila kæru um atferli, sem óviðkomandi er máli skjólstæðings,
‑ að ljóstra upp eða hóta gagnaðila uppljóstrun um atferli, er getur valdið gagnaðila hneykslisspjöllum,
‑ að leita án sérstaks tilefnis til óviðkomandi venslamanna gagnaðila með mál skjólstæðings síns eða hóta gagnaðila slíku.
Sennilega eru þetta úreltar reglur. Best að hugsa um eitthvað annað.
Þórdís - 14/01/11 12:29 #
Ég sendi erindi til nefndarinnar um daginn, kíktu á þennan pistil, var í Mogganum fyrir ekki löngu.
http://thordisb.blog.is/blog/thordisb/entry/1123525/