Örvitinn

Þegar biskup kærði fórnarlömbin

Þegar Ólafur biskup var sakaður um kynferðislega áreitni um árið beitti hann þekktri aðferð og réðst á konurnar sem ásökuðu hann. Ekki bara í fjölmiðlum heldur gekk hann svo langt að kæra þær til lögreglu þannig að allt í einu þurftu þær, fórnarlömb biskups, að verja sig. Þetta gekk svo langt að einhverjar þeirra flúðu land undan ofsóknum.

Ólafur biskup hafði lögmann sem sá um skítverkin fyrir hann en sá hefur sloppið furðulega vel frá þessu sóðalega máli.

Hver var það aftur? Mannorð hans hlýtur að vera í ræsinu eftir þetta allt saman.

Ætli þessi lögmaður stundi enn þá taktík að ráðast á fórnarlömbin - þá sem leita réttar síns? Það getur varla verið enda væri það náttúrulega dæmi um fullkomið siðleysi. Kannski eru sumir lögmenn viljalaus verkfæri umbjóðenda sinna og gera bara það sem þeim er borgað fyrir.

dylgjublogg
Athugasemdir

Matti - 14/01/11 14:06 #

Það væri náttúrulega glórulaust ef þessi lögmaður væri með starfsfólk á lögmannstofu sinni í vinnu við að fletta í gegnum stolin gögn til að leita að skít sem hægt væri að nota gegn einstaklingum sem hafa gert það eitt af sér að leita réttar síns eftir lögformlegum leiðum.

Slíkt gerist ekki á Íslandi í dag.

Einar - 20/01/11 20:36 #

Man eftir þessum lögfræðingi sem var eins og varðhundur þáverandi biskups.

Mjög skrítið að hans aðkoma að málinu hafi ekki verið skoðuð, bæði af fjölmiðlum og jafnvel siðanefnd lögmanna.

Ætli hann hafi rétt flokksskýrteini eða í "réttum söfnuði" eða hvað er málið eiginlega.