Örvitinn

Grátt rusl ofan á svart

Það eru um þrjátíu metrar frá bílaplani að ruslageymslunni minni. Einungis einn nágranni minn er innan við fimmtán metra frá plani. Hann er heppinn!

Loftmynd af Bakkaseli
Mynd frá Borgarvefsjá.

Þannig að auk þess að borga meira fyrir fráveitu vegna þess að ég bý í stóru (ódýru) húsi mun ég borga meira fyrir að láta fjarlægja ruslið vegna þess að ég þarf að rölta lengra með innkaupapokana þegar ég kem heim úr Bónus.

Hvernig ætli staðan sé hjá borgarfulltrúum. Að mínu mati er allt í lagi að skoða allar gjaldskrárhækkanir borgarinnar út frá því hvernig þær koma við þá sem ákvarðanirnar taka.

pólitík
Athugasemdir

Matti - 19/01/11 10:49 #

Hækkið bara fjandans útvarið - það miðar þó við tekjur (og myndi þýða hækkun hjá okkur).

Matti - 19/01/11 11:11 #

Málið snýst ekki um það að ég þurfi að breyta hegðun minni varðandi umgengni á sorpi. Ég myndi t.d. fagna aukinni flokkun.

Málið snýst um að það er verið að hækka gjöld á borgarbúa með ósanngjörnum hætti. Þetta leggst á suma, ekki aðra.

Ég myndi ekki treysta því að skilja ruslatunnurnar eftir við bílastæðið yfir dag því þar er hvergi almennilegt skjól.

Jón Magnús - 19/01/11 13:50 #

Til samanburðar við Holland sem ég þekki nú aðeins til þá þarf fólk í einbýlishúsum að fara með ruslatunnuna út á götu í hverri viku (gæti líka verið tveggja vikna fresti) ef þau vilja að ruslið sé tekið.

En ég er sammála þér varðandi skjólið ef þú færir sjálfur með ruslatunnuna út á götu. Ísland er ekki alveg land fyrir að fara með ruslið út á götu.