Örvitinn

Séra Örn Bárður og geðdeildin

Halldór fékk merkilega kveðju frá stjórnlagaþingmanninum og ríkiskirkjuprestinum.

Eftir að ég sendi athugasemd á http://ornbardur.annall.is/2011-01-24/tru-von-og-stjornarskra/ þá var sagt að hún biði samþykkis. Svo kl. hálf sex fékk ég tölvupóst sem sýndi leiðamerkingu, símanúmer og heimilisfang Bráðamóttöku Geðdeildar Landspítalans, frá Erni Bárði. Ég lagði saman tvo og tvo og fékk út tölu á bilinu 3.9-4.1(enda var athugasemd mín á þá leið að guð væri alls ekki sú elskandi vera sem presturinn ætlaði). Titill póstsins frá honum var: álsfgjðaetðoasfl #

kristni vísanir
Athugasemdir

Helgi Þór Gunnarsson - 24/01/11 20:46 #

Þetta er með ólíkindum, ef maður er ósammála honum um tilvist guðs þá er maður bara best geymdur á geðdeild! Það munar ekki um það..

Matti - 24/01/11 22:29 #

Ég spái því að það verði ekki logn kringum Örn Bárð á stjórnlagaþingi.

Guðmundur B - 25/01/11 14:26 #

Má vera að þetta sé réttmæt athugasemd hjá séra.

Matti - 25/01/11 15:26 #

Ég hef ekki séð neitt sem bendir til þess. Hefur þú séð eitthvað sem bendir til þess?

Halldór sendi inn eina athugasemd og fékk þetta svar. Þær athugasemdir sem ég hef séð frá Halldóri á öðrum vettvengi (vantrú.is og trú.is) eru allar málefnalega og hógværar.

Óskar - 25/01/11 17:37 #

Nú verður gaman að sjá hvort Halldór skipir aftur um skoðun á aðskilnaði ríkis og kirkju í aðdraganda næstu stjórnlagaþingskosninga... ;-)

Óskar - 25/01/11 17:39 #

ups... átti náttl. við Örn Bárð....

Halldór L. - 25/01/11 18:04 #

Vinsamlegast fjarlægðu þetta um sinn. Persónulegar ástæður.

Halldór L. - 26/01/11 09:53 #

Æh, skiptir ekki máli. En hvernig komstu að því sem presturinn sagði um spam?

Matti - 26/01/11 09:55 #

Ég tók þetta út en setti aftur inn rétt áðan fyrst þetta var komið í fjölmiðla.

Það var blaðamaður Vísis sem sagði mér frá "spam-i". Ég vildi einungis spyrja þig um það.

Halldór L. - 26/01/11 12:26 #

Líkt og þú og Óli Gneisti bentuð á þá var ekkert spamm í gangi.

svenni - 27/01/11 10:05 #

tja, sönnunarbyrðin liggur alfarið hjá trúuðum. þessvegna er maður nú bara hættur að pæla í þessu blessuðu liði, nema það komi í heimsókn og manni leiðist nóg til að gera grín að því.

plús, þetta eru yfirleitt vanvitar eða innprintaðir svo snemma í æsku að ekki er við bjargandi.

leiðtogar þessa fólks eru ávalt klikk eða bara notfæra sér heimsku annarra.

maður sér muninn á hver keyrir á benz og hver ekki.

trúarbrögð minna á fótboltaáhangendur, vanvitar eða bullur.

áhugavert að trúleysingar minna oft meira á jesús heldur en kristnir, sem bíða bara eftir krist og eru áfram fávitar, lítið eftir af kærleiksboðskapnum annað en Mitt Lið Er Best og þú ferð til helvítis ef þú ert ekki í því.

svenni - 27/01/11 10:06 #

sé ekki pointið í öðru en bara slappa af og bíða eftir að þetta deyji út, með vaxandi gáfum mannkyns, gerist það æ hraðar hvort eðer.

og þetta lið svo skondið að maður bara fær sér poppkorn og bíður eftir feitu kellingunni.

Arnthor - 27/01/11 14:03 #

Svenni, er mögulegt að þú sért 12 ára. Alhæfingar þínar um kristið fólk og fótboltaáhengendur benda til þess. Og fyrir það fyrsta liggur ekki nein sönnunarbyrði neinstaðar, þess vegna heitir þetta trú. Trúleysingjar segjast ekki trúa og og trúaðir segjast trúa og svo reyna báðir aðilar að telja hvor öðrum og öðrum trú um að þeirra sjónarmið sé hið rétta. Og svo hefur reyndar komið fram í ýmsum fjölmiðlum að þeim sem segjast trúa á Guðfjölgar, ég vona að þú hafir nóg af poppkorni

Matti - 27/01/11 14:24 #

Og fyrir það fyrsta liggur ekki nein sönnunarbyrði neinstaðar, þess vegna heitir þetta trú.

Tja, sá sem fullyrðir eitthvað hlýtur að þurfa að sýna fram á að það sé rétt - ekki satt?

Trúleysingjar segjast ekki trúa og og trúaðir segjast trúa

Þetta er frekar skrítin skilgreining. Réttara væri að segja að trúaðir segja að eitthvað tiltekið fyrirbæri sé til, trúleysingjar ekki.

Og svo hefur reyndar komið fram í ýmsum fjölmiðlum að þeim sem segjast trúa á Guðfjölgar

Hvar hefur það komið fram? Ertu að tala um Ísland eða heiminn?

Ég held þetta sé kolrangt.

Sigurður - 27/01/11 19:25 #

Arnthor, þegar ekki ríkir jafnræði milli trúfélaga og samfélag okkar er almennt talið "kristið" samfélag(í minnkandi mæli þó, sem betur fer) þá finnst mér nú ekkert óeðlilegt að fara fram á eitthvað fyrir því sem að þessir einstaklingar halda fram.

Þekking okkar og rökhugsun hefur hinsvegar, í gegnum aldirnar, náð í gegn miklum sigrum gegn trúnni og sama hvað hún streitist við þá mun hún því miður lúta lægra haldi gegn sannleikanum.