Örvitinn

Vandinn við Hæstarétt

Hann er einungis skipaður lögfræðingum.

Ýmislegt
Athugasemdir

Björn Friðgeir - 26/01/11 09:39 #

Kosturinn, myndi ég segja.

"lagatæknar" er orðalag sem Jónasar og aðrir nota til að segja 'Ég vil að hlutirnir séu eins og ég vil í hvert skipti'.

Ég lít á það þannig að ef við viljum að allir séu jafnir fyrir lögunum, þá munum við óhjákvæmilega fá stöku niðurstöðu sem við erum ósátt við en það virkar í heildina og er sanngjarnt.

Það er ekki Hæstarétti að kenna að framkvæmd þessara kosninga var gríðarlega ábótavant. Það er ekki nóg að gera hlutina á sem þægilegastan og skemmtilegastan hátt ef það brýtur lög.

Matti - 26/01/11 09:53 #

Það er ekki Hæstarétti að kenna að framkvæmd þessara kosninga var gríðarlega ábótavant.

Var henni "gríðarlega ábótavant"?

Í alvöru?

Er þetta ekki bara tittlingaskítur?

Björn Friðgeir - 26/01/11 10:51 #

Í raun og veru ekki.

Þetta er spurning um hvað skal gefa mikið eftir í lögum. Ef dæmt er eftir strangri túlkun er minni hætta á að ef einhvern tímann síðar verði meir ágallar (hugsanlega viljandi, fasismi gerist) látnir sleppa í gegn vegna fordæmisgildis.

Fordæmi er eitt af þeim "lagatæknilegu" atriðum sem almenningur á oft erfitt með að skilja og sætta sig við, en er algert grundvallaratriði til að lög virki.

Matti - 26/01/11 10:57 #

Sýndi Hæstiréttur fram á að þessir ágallar hefðu haft áhrif á úrslit kosninganna? Bendir eitthvað til þess?

Arnar - 26/01/11 12:11 #

Hey, ef Inga Lind og Örn Bárðar fengu kosningu þá er eitthvað að kosningunni..

Björn Friðgeir - 26/01/11 12:36 #

Lögin segja til um hvernig kosningar eiga að vera, ekkert sem leyfir frávik svo fremi sem þau hafi ekki áhrif.

Björn Friðgeir - 26/01/11 13:43 #

ó.

Amm.

http://www.althingi.is/lagas/nuna/2000024.html

120.gr 2mgr

Ef þeir gallar eru á framboði eða kosningu þingmanns sem ætla má að hafi haft áhrif á úrslit kosningarinnar úrskurðar Alþingi kosningu hans ógilda og einnig án þess ef þingmaðurinn sjálfur, umboðsmenn hans eða meðmælendur hafa vísvitandi átt sök á misfellunum, enda séu þær verulegar. Fer um alla þingmenn, kosna af listanum, eins og annars um einstakan þingmann ef misfellurnar varða listann í heild.

Já, þetta er áhugavert, spurning hvort ég þurfi að skipta um skoðun. Má það í netumræðum?

Bjarki - 26/01/11 14:18 #

Ég vona að það sé leyfilegt að skipta um skoðun. Ég er allavega ekki jafn viss um réttmæti ákvörðunar Hæstaréttar nú og ég var í gær, Eiríkur Tómasson hefur nokkuð til síns máls.

Ásgeir - 26/01/11 14:47 #

Það kemur ekki til greina að neinn sé að fara að skipta um skoðun í þessari umræðu. Ímyndið ykkur bara fordæmið sem það gæti haft!

Annars þá þykja mér rök Tryggva Gíslasonar líka ágæt: http://www.pressan.is/Frettir/Lesafrett/stjornlagathingsfulltrui-vid-haestarett-ekki-ogilda----hefdi-thurft-samsaeri-til-ad-rjufa-leynd

Og eitt enn, líking Skafta Harðarsonar, sem margir hafa étið upp, um að rautt ljós sé rautt ljós allan sólarhringinn gengur ekki upp. Þegar maður er tekinn fyrir að fara yfir á rauðu ljósi um miðja nótt, þá maður að vísu sektaður en hann er ekki sendur heim! M.ö.o., ef halda ætti þessari líkingu til streitu, þá ætti að halda þingið samt sem áður, en „sekta“ þá sem eru brotlegir.

Mér þætti það ágæt lending í málinu: þeir sem bera ábyrgðina segja af sér og við höldum svo stjórnlagaþing eftir sem áður.

Sindri G - 26/01/11 15:01 #

Eiríkur Tómasson hefur talað fyrir því að breyta þurfi stjórnarskránni og koma á stjórnlagaþingi. Sigurður Líndal hefur sagt að ekki þurfi að breyta stjórnarskránni, nema í mesta lagi örlítið. Honum leist ekki vel á stjórnlagaþingið (algengt viðhorf meðal lögfræðinga). Svo vill svo til að þeir skilja lögin einmitt eftir þessum línum, sá sem vill þingið telur að ekki hefði átt að ógilda kosninguna, og öfugt.

Matti - 26/01/11 15:11 #

Mér þykja rök Eiríks góð og ég hef ekki séð að Sigurður hafi svarað þeim rökum - eða hvað?

Það má alltaf skipta um skoðun. Betra að skipta um skoðun en hafa aldrei haft skoðun.

Ásgeir - 26/01/11 15:50 #

Hvað þarf til að dómarar séu vanhæfir?

Jón Steinar Gunnlaugsson og Gunnar Claessen tengjast báðir Davíð Oddsyni persónulega, voru báðir í Eimreiðarhópnum svonefnda, og Viðar Már Matthíasson er bróðir Guðbjargar Matthíasdóttur, Morgunblaðs- og kvótaeiganda.

Haukur Þorgeirsson - 26/01/11 15:52 #

Ég er á báðum áttum. Mér finnst að það gætu verið mjög miklir gallar á kosningum án þess að þeir "hafi haft áhrif á úrslit" í þeim skilningi að maður haldi í alvöru að úrslitin hafi orðið önnur en ella. En það virðist eðlilegt að ógilda kosningar sem eru mjög miklir gallar á.

Svo er líka eðlilegt að skoða fordæmi. Er almennt álitið að lélegur pappír í kjörseðlunum í Helgafellssveit 1994 hafi haft áhrif á úrslitin? Ráðherra taldi svo ekki vera en Hæstiréttur sagði:

"Brestur í þessu efni er í eðli sínu til þess fallinn að hafa áhrif á úrslit kosningar"

Sem sagt, fordæmið virðist vera að túlka þetta svona - það þarf ekki að sýna fram á að annmarkar hafi haft áhrif á úrslit heldur er nóg að sýna að þeir séu "í eðli sínu til þess fallnir". Dómurinn virðist því vera í samræmi við fordæmi.