Örvitinn

Sammála fuglahvísli AMX!!!

Já, hér er svo sannarlega þörf á þremur upphrópunarmerkjum.

Í færslu um kristna arfleifð Árna Johnsen hitta AMX-liðar naglann á höfuðið. Auðvitað á þetta að vera afstaða allra hægrimanna og þeirra sem kenna sig við frjálshyggu. Málið er ekkert flóknara. Trúfrelsi felur það í sér að ríkið skiptir sér ekki af trúmálum á óeðlilegan hátt. Fólk má trúa hverju sem er og iðka sín trúarbrögð svo lengi sem það skaðar ekki aðra - en ríkið á ekki að koma nálægt.

Trúfrelsi sem varið er í stjórnarskrá getur varla talist vera fullgilt ef ríkið, sem eitt hefur einkarétt til skattheimtu, notar það fé til að boða eina trú umfram aðra. Teldist það eðlilegt ef löggjafinn legði til að starfshætti grunnskóla skuli mótast af „arfleifð hægrimanna“ eða „arfleifð sósíalista“? #

Amen!

kristni pólitík vísanir
Athugasemdir

Björn Friðgeir - 28/01/11 14:11 #

Ég er í tilvistarkreppu eftir þetta. Mikilli.

Matti - 28/01/11 14:49 #

Þetta reddaðist. Þeir bættu við færslu sem ég er gjörsamlega ósammála :-)

Kristinn - 28/01/11 17:12 #

a broken clock is right twice a day...