Örvitinn

Óeðlilega mörg dauðsföll!

Fjölmiðlar hafa sagt frá því að óvenju margir hafi látist það sem af er ári - jafnvel er talað um að sparnaðaraðgerðir í heilbrigðiskerfinu valdi því að fleiri hafi látist.

Ríkisútvarpið flutt frétt um óvenju mörg andlát í janúar og formaður Sjúkraliðafélags Íslands vildi láta rannsaka hvot tengsl væru á milli þess og undirmönnunar á spítulum (væri ekki eðlilegt að fá fyrst úr því skorið hvort eitthvað sé í gangi, áður en reynt er að finna orsök?)

Landlæknir hefur gefið brugðist við þessum með því taka saman gögnin og þau benda ekki til þess að neitt óvenjulegt sé í gangi.

Um fjölda dauðsfalla á Íslandi

Í framhaldi af umræðum í útvarpi og sjónvarpi um síðustu helgi vill landlæknir vekja athygli á að nýjustu upplýsingar um fjölda dauðsfalla á þessu ári sýna engar óeðlilegar breytingar miðað við fyrri ár. Upplýsingar frá útfararstofum benda einnig í sömu átt, þ.e. að um sé að ræða hefðbundnar sveiflur.
...
Landlæknir hefur auk þessa upplýsingar um að heildarfjöldi dauðsfalla á Landspítala hefur ekki aukist á árinu 2010 í samanburði við árin þar á undan. Það sama á við um hjúkrunarheimilin en samkvæmt vistunarmatsskrá er ekki hægt að merkja aukna dánartíðni. Þær upplýsingar sem landlæknir hefur um fjölda dauðsfalla benda því ekki til að þau séu fleiri nú en á nokkrum síðastliðnum árum.

efahyggja
Athugasemdir

Björn Ómarsson - 29/01/11 20:53 #

Ég var einusinni að kenna tölfræði. Í einum tímanum var ég að fjalla um slembni (randomness) og sýndi nemendum tvær runur af tölum 1 og 0 (eitthvað um 1000 tölur mynnir mig). Önnur runan var slembinn, hina rununa hafði ég slegið inn sjálfur (með smá hjálp frá ctrl, c og v). Ég bað nemendurna um að segja mér hvor runan var slembinn og afhverju.

Það var mjög auðvelt að sjá hvor var slembin, því sú sem var slembin var með marga hópa af 6 eða fleiri ásum í röð, og marga hópa af 6 eða fleiri núllum í röð (clusters). Þannig virka slembnar tölur! 32% allra útkoma verða meira en einu staðalfráviki frá meðaltali, 5% verða meira en 2 staðalfrávikum frá meðaltali, 0,3% verða meira en 3 staðalfrávikum frá meðaltali.

Ég legg til að við ransökum orsakir þessarar fjölgunar ítarlega, t.d. með því að skrá þennan formann í tölfræðiáfanga.

hildigunnur - 29/01/11 23:18 #

Alltaf uppsveifla í dauðsföllum í janúar, veit ekki hvaða upphlaup þetta er, eiginlega.

Matti - 29/01/11 23:21 #

Nú var því haldið fram að í janúar í ár væru óvenjumörg dauðsföll miðað við janúar undanfarin ár. Svo er ekki.

Þórður Ingvarsson - 29/01/11 23:25 #

Er'etta ekki ríkisstjórninni að kenna að fólk deyji bara? Vanhæf ríkisstjórn! :rúllandiaugu.

Haukur - 31/01/11 00:21 #

Var þetta ekki einhvers staðar kallað 'klumpun'? Kannski sá ég það í þýðingunni á rauðu bókinni þarna eftir Gardner. Þá mætti tala um 'klumpunarvilluna', mér þætti það kannski dálítið gagnsærra orðalag.

Ásgeir - 01/02/11 12:39 #

NEI ÞETTA ER FÓLK SEM DEIR VEGNA ÓGNASTJÓRNAR KOMMONISTA!!!111

Nei, í alvöru.