Örvitinn

Eineltið

Þórður ritstjóri fjallar um einelti á Vantrú. Við erum einmitt reglulega sökuð um að leggja allt og alla í einelti.

Leggjum við fólk í einelti?

Hér á Vantrú gagnrýnum við hindurvitni. Við vekjum athygli á vafasömum ummælum allskonar aðila í hindurvitna-geiranum. Við greinum frá og reynum að kryfja skoðanir og viðhorf þessara einstaklinga og upplýsum lesendur um bullið sem þjóðinni er of oft boðið uppá. Stundum gerumst við djörf og notum sterk orð, tölum umbúðalaust. Ef þetta fólk upplifir gagnrýni okkar sem einelti þá hefur það lifað í einhverjum undarlegum draumaheimi alltof lengi því gagnrýni er ekki það sama og einelti. Það að gagnrýna er ekki heldur það sama og að gera lítið úr einstaklingum og gagnrýni er ekki endilega neikvæð.

efahyggja vísanir