Örvitinn

Þrjúhundruð þúsund krónur

Fyrir rúmlega tveim árum borgaði ég þriðjungi hærri upphæði fyrir ansi fína myndavél.

Ýmislegt
Athugasemdir

Erna Magnúsdóttir - 04/02/11 15:01 #

Eru það ekki rök fyrir því að leyfa þetta hér á landi undir eftirliti?

Matti - 04/02/11 15:03 #

Hugsanlega. Þetta er samt gríðarlega flókið mál. Eigum við að gera þetta á bandaríska vísu? Getur staðgöngumóðir hætt við að gefa barnið? Er hægt að banna henni að reykja og drekka, fara til útlanda, stunda kynlíf og svo framvegis.

Hvað ef kaupendur hætta við? Geta þeir það.

Endalaust hægt að spyrja.

Þrjúhundruð þúsund krónur er að mínu mati alltof lág upphæð.

Sindri G - 04/02/11 16:31 #

"Eru það ekki rök fyrir því að leyfa þetta hér á landi undir eftirliti?"

Það sama og ég hugsaði.

Erna Magnúsdóttir - 04/02/11 17:16 #

Sammála, ótrúlega flókið. En siðferðislegu álitamálin hverfa náttúrulega ekki, heldur fara annað ef við leyfum þetta ekki.

Ég get vel skilið að fólk velji staðgöngumæðrun ef allir aðrir kostir eru ófærir, en stundum finnst mér bara að vísindin séu komin óþægilega langt. Á maður virkilega að geta átt barn sama hvað tautar og raular? Er það sanngirnisatriði? Ég er ekki viss (og ég er 37 ára gömul barnlaus kona, þannig að ég gæti þurft að spurja sjálfa mig þessara spurninga fljótlega). En hitt er annað mál að hvötin til að koma eigin genum áfram er ein sú sterkasta í lífríkinu, og auðvitað viljum við ekki láta skemma genin okkar eða möguleika þeirra til að komast enn fleiri kynslóðir áfram með reykingum, áfengi eða óvarlegu kynlífi! Hitt er annað mál hvort við getum farið fram á það við aðra manneskju að vernda erfðaefni okkar á þennan hátt til skamms tíma. ..

Alla vega ekki fyrir þrjúhundruðþúsund eins og Matti segir...

Erna Magnúsdóttir - 05/02/11 10:10 #

Sigurlaug, takk fyrir að benda á þessa grein, ég er alveg sammála þér með mannréttindin.

Gylfi Freyr - 05/02/11 10:39 #

Spurning samt hvort það verði ekki að setja þessa upphæð aðeins í samhengi við kaupmáttinn í landinu, þ.e. hvað fæst fyrir 300.000 á Indlandi?

(Er annars ekki erfitt að fá Íslenskum krónum skipt á Indlandi?) :D

Sigurlaug - 05/02/11 14:53 #

Auðvitað eru 300 þús.kr. meira þar en hér, en er það einhver afsökun? Það er líka atyglisverð sú staðreynd að meirihluti þeirra sem kaupa þessa þjónustu koma frá löndum sem LEYFA staðgöngumæðrun, þ.e. frá BNA og Bretlandi. Af hverju skyldi það vera?? Bresk löggjöf byggir á því sem lagt er til hér á landi, þ.e. staðgöngumæðrun sem velgjörð, SAMT fer fólk til Indlands.

Þetta er ört vaxandi iðnaður í Indlandi, kannski er það bara framtíðin að þetta sé bara "átsorsað" líka? Eða hvað? Manni finnst það hreinlega á málfutningi sumra a.m.k.

Hildur - 05/02/11 21:37 #

Það þýðir ekki að taka afstöðu til staðgöngumæðrunar út frá dæmum þar sem allt "gekk upp", það er að segja, engir árekstrar eða áföll komu upp.

Það þarf að taka tillit til þess að í fjölmörgum tilfellum geta komið upp atvik þar sem hagsmunir staðgöngumóður og verðandi foreldra skarast. Þá er alls ekki sjálfgefið að hagsmunir hinna síðarnefndu eiga að ganga fyrir. Til dæmis; eiga þeir endilega að mega banna fóstureyðingu ef meðgangan ógnar heilsu staðgöngumóður? eiga þeir að mega fyrirskipa fóstureyðingu ef í ljós kemur að barnið reynist fatlað? eiga þeir endilega að mega úrskurða að staðgöngumóðirin skuli í keisaraskurð ef læknar ákveða að hún sé öruggari fyrir barnið, jafnvel þótt staðgöngumóðirin vill frekar fæða? Og á að hvika frá þeirri grundvallarreglu að kona sem fæðir barn teljist móðir þess þangað til hún hefur sjálfviljug afsalað sér tilkalli til þess?

Tinna - 06/02/11 12:40 #

Ég skil ekki hvers vegna það er fólki svona mikilvægt að börnin séu líffræðilega "þeirra". Hvers vegna ættleiðir fólk ekki - það getur varla verið mikið meira mál en þetta staðgöngufíaskó allt saman.

Már - 06/02/11 22:38 #

Tek undir með Tinnu. Á bágt með að skilja þetta "líffræðilega" kjaftæði.

Sigurlaug - 07/02/11 09:10 #

Vil nú benda á að ættleiðingarferli hér á landi er bæði flókið, dýrt og langdregið, þ.e. þegar um er að ræða ættleiðingar erlendis frá. Innlendar ættleiðingar eru afar fáséðar, þótt þær þekkist að sjálfsögðu.

Mér persónulega finnst að til þess að gera fólki kleift að eignast barn þá ættu stjórnvöld frekar að auðvelda ættleiðingarferlið, einfalda það, niðurgreiða að einhverju leyti og enduskoða reglur þar að lútandi.

Svala - 07/02/11 17:21 #

Ég er ekkert sérstaklega hlynnt staðgöngumæðrum, en því miður er það ekki svo einfalt að fólk geti bara ættleitt eins og ekkert sé. Það ferli er gríðarlega flókið, tímafrekt og það eiga ekki allir kost á að ættleiða.

Við erum að tala um margra ára bið, mjög stífar kröfur um það hverjir mega ættleiða og mikinn kostnað, sem er lítið niðurgreiddur. Ættleiðingar erlendis frá eru í höndum einkarekins félags, sem hefur mjög takmarkað fjármagn og getu til að fjölga löndum sem ættleitt er hjá. Ættleiðingar innanlands eru nær óþekktar.

Tek undir það að stjórnvöld mættu geta mjög mikið til að bæta ættleiðingarferlið.

Einar Jón - 10/02/11 10:20 #

Það er kannski ágætt að hafa í huga að 300000ISK (120000 rúpíur) eru tveggja ára laun ómenntaðs Indverja í "þokkalegu" starfi, eða árs-byrjunarlaun fyrir Java-forritara með háskólagráðu. Þeir verst settu eru jafnvel að fá innan við 100 rúpíur á dag fyrir 10-12 tíma byggingarvinnu.

Fyrir 120000 rúpíur fær maður 4-5 tonn af tómötum Fyrir 120000 rúpíur fær maður 60.000 brauðhleifa Fyrir 120000 rúpíur fær maður 30.000 bolla af tei Fyrir 120000 rúpíur fær maður 24.000 samlokur