Örvitinn

Bloggperri

Parísardaman er flutt aftur heim og lýsir þessari bloggvitleysu ákaflega vel.

Ég hitti konu um daginn sem játaði að vera leynilesandi til margra ára. Mér finnst alltaf mjög gaman þegar fólk gefur sig svona fram, en um leið fyllist ég pínu skelfingu og finn fyrir því hvað það er mikill exhibisjónismi í þessu bloggstússi. Líklega er ég perri. En ég lofa því að þið sem lesið mig, þið þekkið mig ekki alveg út og inn. Ég leyni ykkur ýmsu, og bloggsjálfið er alltaf hliðarsjálf frá raunheimamanneskjunni. #

Ég kannast við tilfinninguna. Hef oft hitt fólk sem segir mér að það lesi bloggið mitt. Alltaf finnst mér það jafn skrítið og skelfilegt :-)

dagbók
Athugasemdir

Freyr - 15/02/11 12:01 #

Blogg-stalker hérna. Líttu frekar á það sem hrós að fólk skuli koma og lesa skrifin þín. Það líður aldrei of langt á milli færslna hjá þér og þú ert góður penni sem skrifar um áhugaverða hluti - þess vegna er ég hér. Einhverntíman hugsaði ég að ef ég mundi hafa fyrir því að halda úti bloggsíðu þá væri hún eins og þessi (var einu sinni með en hætti fyrir 5 árum).

Kannski er þetta eitthvað krípí, en þú hefur allavegna þekkingu og aðgang að gögnum til að sjá emailið mitt og IP töluna mína, þannig að þú getur stalkað á móti... ef það er einhver huggun. :-)

Matti - 15/02/11 12:38 #

Þetta er bara einhver kjánaleg feimni í mér. Sú sama og veldur því að ég hef aldrei getað horft eða hlusta á viðtöl við mig.

Steindór J. Erlingsson - 15/02/11 15:14 #

Matti, einhvern veginn á ég erfitt með að ímynda mér þig sem feiminn einstakling. Kannski er ástæðan sú að þú er svo fjandi öruggur með þig í bloggheiminum.

María - 15/02/11 16:31 #

Hefur samt liðið aðeins of langur tími milli færsla síðustu daga. Er í prófum svo þetta er ekki gott mál! Annars frábær bloggsíða, sú eina sem ég mæti á á hverjum degi.

(plíííís bloggaðu meira næstu tvær vikurnar!)

Þórður Ingvarsson - 15/02/11 17:42 #

Mér finnst það upphefð þegar einhver minnist á við mig að viðkomandi lesi það sem ég hef að segja og hefur gaman af. Hef einu sinni fengið aðdáendabréf og núna nýlega fékk ég einn feisbúkk-vin út á bloggbullinu mínu. Maður ætti kannski að byrja á þessu aftur.