Örvitinn

Snuðrandi tölvuviðgerðarmenn?

Í frétt Vísis um ákærur vegna barnakláms er klausa sem vakti athygli mína

...en myndefnið fannst af tæknimönnum þjónustufyrirtækis eftir að ákærði fór með ofangreinda tölvu í viðgerð. #

Nú spyr ég aftur, af hverju eru einhverjir tæknimenn á tölvuverkstæði að gramsa í skrám tölvu sem send er til viðgerðar? Ég sé enga ástæðu fyrir tæknimenn að skoða ljósmyndir í tölvu sem þeir eru að gera við. Skoðun og lagfæring á skráarkerfi, leit af vírusum og þessháttar er í öllum tilvikum framkvæmd sjálfvirkt með hugbúnaði.

Nú er erfitt að hafa samúð með mönnunum í þessu tilviki en hvað ef fólk er með vandræðalegar myndir af sjálfu sér á tölvunni - getur það farið með tölvuna í viðgerð á Íslandi án þess að gera ráð fyrir að tölvuviðgerðarmunn séu að fletta gegnum myndasafnið?

tækni Ýmislegt
Athugasemdir

Daníel - 16/02/11 09:49 #

Já, þetta er ótrúlegt, er þetta ekki brot á friðhelgi einkalífsins?

Auðvitað er gott að þeir náðu þessum gaur, en hvað er næst?

Óli Gneisti - 16/02/11 10:08 #

Ég hef einmitt mætt í viðgerð með tölvu þar sem var eitthvað aflgjafanum og var beðinn um lykilorð að tölvunni. Ég sagði bara þvert nei. Ég hef reyndar nokkuð fasta reglu að fara ekki með tölvur í viðgerð án þess að formata diskinn fyrst og setja allt upp frá grunni.

María - 16/02/11 10:20 #

Hafið þið eitthvað að fela?

Mummi - 16/02/11 10:34 #

Já. Og þér kemur ekkert við hvað það er.

Óli Gneisti - 16/02/11 10:55 #

María, vinsamlegast komdu með tölvuna þín til mín svo ég geti skoðað allt sem er á henni.

Matti - 16/02/11 11:00 #

Allir hafa eitthvað að fela.

Atli - 16/02/11 11:02 #

Já María, ég er með myndir af mér og konunni í allskonar aðstæðum, ekkert klám en sumar þannig að ég vil ekki leyfa einhverjum og einhverjum úti í bæ vera að gramsa í því. Annað, eru þessir menn með leyfi frá lögreglu til að gramsa í tölvunum ? ef ekki hljóta þeir að vera að gera þetta ólöglega nema það standi í samningi einhverstaðar við kúnnan að hann leyfi þeim að leita af gögnum sem koma viðgerðinni ekki við.

Konráð Ragnarsson - 16/02/11 11:10 #

Ég sá ekki alls fyrir löngu á Sky-News,þar sem þeir rannsökuðu tvö svona verkstæði með því að fela myndavél í tölvunni og láta síðan annan sérfræðing fara yfir tölvuna og athuga hvaða skrár þeir hefðu skoðað.það var ótrúlegt hvað þeir leyfðu sér að gramsa í og kom viðgerðinni ekkert við.Síðan kom risstór reikningur á einhverri viðgerð sem aldrei hefði átti sér stað og ég veit ekki hvað!Ég hefði ekki viljað vera viðgerðamennirnir eða eiga verkstæðið þegar þetta birtist milljónum manna sem horfa á Sky-news og það oftar en einu sinni;-). En þetta segir manni,að grunur manns að slíkt sé gert hér líka er mikill!!!

Guðrún Helga - 16/02/11 11:24 #

Ég hef farið með tölvu í viðgerð hér á landi og þegar ég fékk hana aftur þá var búið að kveikja á að screensaver birtist og stilla hann þannig að það birtust random myndir úr myndaalbúmum mínum á skjánum. Ég var ekki sátt.

Kristín - 16/02/11 11:41 #

Ég er með mjög persónulegar myndir á tölvunni minni, m.a. úr fæðingu drengjanna minna sem ég hef minni en engan áhuga á að óviðkomandi skoði. Þá er ég einnig með gamlar dagbækur inni á henni sem engum koma við. Það er sérkennilegt að sumir haldi að allt sem maður vill hafa prívat hljóti að vera eitthvað ólöglegt og/eða ósiðlegt.

Jón Frímann - 16/02/11 11:48 #

Þetta er ástæðan fyrir því afhverju ég fór að gera við tölvunar mínar sjálfur.

Það er einnig ódýara og sneggra að auki.

Drengur Óla Þorsteinsson - 16/02/11 11:56 #

Þar sem ég hef fundið barnaklám á tölvu sem ég var með til viðgerðar (viðkomandi fór fyrir dóm) get ég útskýrt fyrir ykkur hvernig slíkt getur farið fram: Setur afritun í gang, nöfn skráa sem færast á milli hafa grunsamleg heiti (vægast sagt). Folder opnaður, thumbnails og 112.

Arnar - 16/02/11 12:09 #

Já, Drengur Óla; þá er nú engin furða að tölvuviðgerðir á Íslandi séu dýrar fyrst að viðgerðarmaðurinn situr og starir á skjáinn meðan afritun er í gangi.

Tinna - 16/02/11 12:25 #

Ef ég fer einhvern tíma með tölvuna mína í viðgerð ætla ég fyrst að endurnefna allar myndirnar mínar kiddiefucker.jpg...

hildigunnur - 16/02/11 12:35 #

kannski var gaurinn með dúbíós mynd á skjáborðinu...

balbal - 16/02/11 12:52 #

Ég hef verið í tölvuviðerðum hjá Nýherja og þar var okkur gert að halda okkur frá því að snuðra hvað þá að tala um það sem við hefðum fundið en barnaklám var undanskilið.

Arnar ef þú hefur eitthvað komið að tölvuviðgerðum vissirðu hvernig þetta gerist.

Atli Jarl Martin - 16/02/11 13:08 #

Mér er andskotans sama hvaða skráarheiti gögn bera á tölvum sem ég er að gera við, ég gramsa ekki í þeim og sé enga ástæðu til að opna gögn þrátt fyrir að standa í gagnabjörgun eða afritun.

Mér finnst þetta afar loðið og rætið hvernig svo sem í pottinn er búið með það sem á tölvunum er.

Ásgeir - 16/02/11 13:44 #

Nú veit ég ekki hvort María var að grínast eða ekki, en svona viðhorf hræðir mig.

Siggi - 16/02/11 17:34 #

María er pottþétt týpan sem finnst í lagi að lögreglan leyti á fólki af handahófi líka.

Því auðvitað hafa þeir sem vilja ekki láta gramsa í vösunum sínum eitthvað að fela.

segir sig sjálft.

Jóhann V - 16/02/11 18:45 #

Gott að maður þarf ekki að treysta á aðra með tölvuviðgerðir.

Kannski hugmynd fyrir húmorista að búa til jpg eða avi skrár með grunsamlegu heiti. Svo kæmi bara texti upp "Hættu að snuðra"

hildigunnur - 16/02/11 21:56 #

Finnst reglan góð hjá Nýherja, leave the heck off nema þið rekist á barnamisnotkun, sveimérþá ef mér finnst það ekki réttlæta skoðun. Dettur ekki neitt í hug annað sem réttlætti slíkt samt.

Guðmundur D. Haraldsson - 16/02/11 22:19 #

Hafið þið eitthvað að fela?

Svona viðhorf eru skelfileg. Skilja sumir ekki hvers vegna viss friðhelgi frá áreiti yfirvalda og annars fólks er nauðsynlegt?

Dæmi: Það er ekki langt síðan skipulegt eftirlit var haft með fólki á Íslandi. Ekki man ég að þetta fólk hafi gert nokkuð af sér. Ástæðurnar voru pólítískar. Eftirlitið var á vegum yfirvalda og án leyfis dómstóla. Er þetta, til dæmis, í lagi?

Einar - 17/02/11 21:00 #

Má segja að í þessu tilviki hafi verið gott mál að maðurinn hafi verið "böstaður" og kærður osfrv.

En hvort það réttlæti þetta er ég ekki viss um, það er grafalvarlegt mál að viðgerðarmaður sem fenginn er til að gera við tölvu kúnna, sé að gramsa í persónulegum gögnum fólks, myndum og skrám, dagbók fólks eða hvað sem fólk hefur á tölvum sínum. Það getur síðan ekki verið löglegt.

Andres - 21/02/11 15:15 #

stundum eru myndir stilltar inn sem thumbnails sem tæknimenn sjá þegar verið er að verja gögn áður en nýtt stýrikerfi er sett inn. Sjálfur er ég tæknimaður og geri við margar tölvur, ef ég væri að snuðra í hverr einustu tölvu sem kæmi á mitt borð, þá yrði lítið úr verki. En undantekningarlaust, án skilyrða, myndi ég tilkynna eiganda tölvu sem ég væri að vinna með ef ég yrði var við svona efni. Að þegja um slíkt er sama og að vera meðsekur í glæpnum og það er hafið yfir alla gagnrýni að koma kæru af stað.

Stundum þarf að afrita heilu tölvurnar til að verja gagnatapi þegar búnaður er lagaður, virushreinsaður eða til að forðast gagnatap þegar diskur er að bila. Í þessu tilfelli er glæpur að vista gögn sem innihalda barnaklám, svo þegar gögnin eru afrituð birtast myndir á skjánum á hraðbergi þegar þær eru afritaðar, allt eins þá ef maður verður var við glæpinn, þá á skilyrðislaust að tilkynna hann. Þetta er bara alveg eins og þegar í gamladaga var verið að framkalla ljósmyndir, ef eitthvað glæpsamlegt kom fram á myndum, var framköllunarþjónusta skyldug til að tilkynna það.

Hér er ekkert samsæri á ferðinni, í langflestum tilfellum er um sómakært fólk á ferðinni, fjölskyldufólk sem eru að sinna tæknistörfum, sem þurfa eins á öðrum vettvangi að verða vitni að mannlegum breiskleika, um er að ræða trúnaðarstarf, en trúnaðurinn nær ALLS ekki yfir barnaklám eða annan viðbjóðslegan glæp sem grunur getur orðið um.

Reynið að hugsa málið til enda, áður en þið kastið stein úr glerhúsinu, þið sem eruð að gagnrýna eða fabulera með mál eins og þessi.

Matti - 21/02/11 15:19 #

...svo þegar gögnin eru afrituð birtast myndir á skjánum á hraðbergi þegar þær eru afritaðar

M.ö.o. þá eruð þið að snuðra í myndasafni. Finnst þér það eðlilegt? Það er engin ástæða til að birta myndir þegar afrit er tekið nema ætlunin sé að skoða hvað verið er að afrita.

Ég spyr hvort það sé eðlilegt.

Reynið að hugsa málið til enda, áður en þið kastið stein úr glerhúsinu, þið sem eruð að gagnrýna eða fabulera með mál eins og þessi.

Hér hefur enginn kastað steinum úr glerhúsi eða fabúlerað í þessari umræðu.