Örvitinn

Þáttur Guðna Elíssonar

Í grein dagsins á Vantrú fjallað ég um rúmlega ársgamalt mál sem virðist ekkert ætla að enda á næstunni. Ýmsir koma við sögu, meðal annars Dr. Guðni Elísson.

Doktor Guðni Elísson prófessor við HÍ deilir áhuga á hryllingsmyndum með Bjarna Randveri. Í apríl hófst aðkoma hans að málinu og frá upphafi hefur doktor Guðni sennilega staðið í þeirri trú að ekkert sé að marka gagnrýni Vanrúar og að málatilbúnaður félagsins byggi á óvild í garð guðfræðideildar og ríkiskirkjunnar. Dr. Guðni safnaði saman hópi kennara og framhaldsnema sem tókst með látum og þrýstingi að þvinga formann siðanefndar til að segja af sér vegna þess að hann hafði gert tilraun til að leita sátta í málinu!

Nei, ég er ekki að ýkja, þetta gerðist í raun. #

vísanir