Örvitinn

Svarti svanurinn

"Þetta var fullkomið"

Black Swan er besta mynd sem ég hef séð í langan tíma. Spennandi, heillandi, hrollvekjandi, óskaplega óþægileg og afskaplega falleg. Tónlistin er náttúrulega mögnuð, myndatakan flott og allt eins og það á að vera í góðri bíómynd.

Þó það sé ekki mikið um hrottaskap í myndinni hangir maður á sætisbrúninni og þegar eitthvað óþægilegt gerist þá er það virkilega óþægilegt. Kannski frekar mikið af "kattaratriðum" en hvenær var maður síðast spenntur þegar einhver var að klippa neglur?

Svo held ég að hafi hafi aldrei verið jafn stressaður að horfa á ballet og hef ég þó horft á dóttur mína nokkrum sinnum á sviði (foreldrar vita að það getur verið afar stressandi).

Verst að Kolla er of ung fyrir þessa mynd. Ég sýni henni hana eftir nokkur ár.

kvikmyndir
Athugasemdir

Stebbi - 24/02/11 08:10 #

Hefdi myndin samt ekki verid enn betri ef Adam Sandler hefdi leikid eitt af adalhlutverkunum?

Rebekka - 24/02/11 08:48 #

Ég er alveg sammála þér Matti. Það væri glæpur ef Natalie Portman fengi ekki Óskarinn fyrir þessa mynd. Rétt eins og það var glæpur að gefa Juliu Roberts Óskarinn fyrir að sýna á sér brjóstin, í staðinn fyrir Ellen Burstyn sem átti hann hundrað sinnum meira skilið.

Þórhallur "Laddi" Helgason - 24/02/11 09:41 #

Eh, það hefði einmitt verið tilefni til að gefa henni Óskar EF hún hefði getað drullast til að sýna þau almennilega! Annars sammála þér með Ellen Burstyn...

Ragnar - 24/02/11 13:43 #

Mjög sammála. Rosalega góð mynd en líka mjög óþægileg að horfa á.

Matti - 25/02/11 13:49 #

Ég veit ekki með Adam Sandler, en myndin hefði verið miklu betri ef einhver hefði sagt "you can do it".