Örvitinn

Jihad stríðsmenn Vantrúar og ferðafélagsins

Á Facebook síðu Illuga Jökulssonar varð umræða um menntun og skólagöngu í kjölfar þess að Illugi auglýsti námskeið sitt hjá Endurmenntun Háskóla Íslands um Jesús frá Nasaret. Prestur spurði um sérmenntun Illuga á þessu sviði og í kjölfarið kommentaði Teitur Atlason og benti á að ýmsir hefðu góða þekkingu á þessu þó þeir hefðu ekki endilega sérmenntun og nefndi nokkra Vantrúarmenn.

Páll Ásgeir Ásgeirsson göngugarpur skrifaði þá athugasemd.

Skáskot af athugasemd á Facebook

Ekki ætla ég að rökræða við Pál Ásgeir á síðunni hans Illuga, þetta er fyrirsjáanleg klisja sem kemur reglulega frá biskupi Íslands og aðdáendum hans, af og til frá öðrum. Af hverju er það "ofstæki" þegar við í Vantrú berjumst gegn trúboði í skólum eða ríkiskirkju (svo dæmi séu tekin) en ekki ofstæki þegar Páll Ásgeir berst gegn akstri utan vega? Er Páll Ásgeir "jihad stríðsmaður" ferðafélagsins? Þætti honum fólk gera lítið úr sér og sínu fólki ef það segi að ekki þyrfti að hlusta á Pál og annað göngufélagsfólk vegna þess að þau eru "ofstækisfull"?

Annars er þessu hjali um herskáa brjálaða ofstækisfulla öfgatrúleysingja ágætlega lýst með mynd.

Um þetta hafa að sjálfsögðu verið skrifaðar greinar á Vantrú, meðal annars þessar.

aðdáendur efahyggja
Athugasemdir

Ásgeir - 25/02/11 16:13 #

Ó, þessir ofstækisfullu Vantrúarmenn sem skrifa greinar á vefsíðu og í blöð!

Matti - 25/02/11 16:20 #

Já, spáðu í það ef hinir trúuðu færu að skrifar greinar á vefsíðu og í blöð! Þá yrði ástandið varla bærilegt :-)

Steindór J. Erlingsson - 25/02/11 17:26 #

Takk fyrir að benda á þessa umræðu. Illugi og Egill Helga eru ágætis dæmi um þá staðreynd að hægt er að komast til mikilla metorða án þess að hafa stúdentspróf. Hins vegar býst ég við að þetta hafi verið auðveldara fyrir fólk af þeirra kynslóð en fyrir ungt fólk í dag enda hefur þeim sem eru með háskólagráður fjölga mjög mikið síðan þá.