Örvitinn

Hörmungarnar í Japan

Í fyrsta skipti í þessum mánuði er ekkert sem tengist Icesave á forsíðu blaðsins. Í staðin er forsíðan tileinkuð hörmungunum Í Japan. Fyrirsögnin er Gríðarleg eyðilegging og tæpar tvær opnur fara undir umfjöllun um málið, miðopnan og næsta á eftir henni. Ágæt umfjöllun.

Staksteinar mæla gegn ESB og í leiðara er drulla yfir þá sem stjórna lands- og borgarmálum. Á leiðarasíðu er frétt um kostnað við Icesave samningana þar sem talið er upp hvað hin og þessi fyrirtæki hafa fengið greitt. Morgunblaðið á eftir að fjalla ítarlega um þennan kostnað áður en kosið verður um Icesave án þess að ég sjái hvað kostnaðurinn hefur með kosningarnar að gera - annað en að ala á óvild fólks í garð þeirra sem sömdu. Það er náttúrulega markmið Davíðs.

Tómas Ingi Olrich skrifar um viðtal Sigrúnar Davíðs við Alister Darling og kallar það drottningarviðtal. Haraldur Benediktsson formaður Bændasamtaka Íslands skrifar um ESB-viðræðurnar og kröfur bænda.

Ragnar Önundarson verst ásökunum um samráð en hann ku víst hafa verið jarðaður í Kastljósi. Ég er ekki enn búinn að sjá þá umfjöllun. Sé næstum aldrei sjónvarpsfréttir og Kastljós.

Fimm síður bara undir minningargreinar og ein undir dagskrá í kirkjum landsins. Víkverji skrifar um Vítisengla og óttablanda aðdáun fjölmiðla.

Stjörnuspáin hélt því fram að ég gæti komið fram hefndum. Ég klikkaði alveg á því á laugardag.

Hannes Hólmsteinn skrifar fróðleiksmola um töluna sjö og segir að einkennilegt sé hversu margt í lífinu sé sjöfalt. Ég get ekki að því gert, en ég held að Hannes sé að bulla - sennilega væri hægt að skrifa eins grein um tölurnar 1,2,3,5 og 9 líka.

Karl Blöndal skrifar um spunann í kringum skólamálin í Reykjavík. U2 messa fær smá umfjöllun.

Á baksíðu er sagt frá því að íþróttafélög í Kópavogi þurfti að taka á sig 21% niðurskurð. Það verður dýrara í fimleikana!

moggamars
Athugasemdir

Helgi Briem - 16/03/11 13:16 #

Ekki gleyma 4.

Öll tónlist er td 4. Meira að segja tónlist í annarlegum takttegundum er 4.