Örvitinn

Hver er Björn Bjarnason?

Japan er enn á forsíðu Morgunblaðsins og ekkert er minnst á Icesave. Á fyrstu opnu tek ég eftir því að Hjörtur J. Guðmundsson er blaðamaður á mogganum. Ég hef ekkert rosalega mikið álit á þeim manni alveg frá því ég rökræddi við hann um innflytjendamál á Huga í gamla daga* og ekki hafa skoðanaskipti um trúmál mætt álit mitt á Hirti.

Björn Bjarnason og mótmælendurStaksteinar dagsins vitna í Björn Bjarnason sem skiptir engu máli! Hafið þið tekið eftir því að það vitnar enginn í bloggið hans lengur - nema Staksteinar.

Icesave-málinu lýkur ekki með já-i. Með því að samþykkja Icesave III er tryggt að þjóðin hafi óráðna skuld yfir sér í óljósan tíma. Með nei-i er Iceave beint í nýjan farveg, upp úr farinu sem Steingrímur J. og Svavar völdu. Úr því að Steingrímur J. veitti samninganefnd flokkanna ekki umboð til að fara upp úr Svavarsfarinu er tímabært að þjóðin geri það í kosningununum 9. apríl

Við lestur Sandkorns velti ég fyrir mér þessum spurningum:

  1. Sat Björn Bjarnason ekki í ríkisstjórinni sem gerði fyrsta Icesave samkomulagið við Breta og Hollendinga?
  2. Lýkur Icesave málinu með nei-i?
  3. Hvað ef Ísland tapar fyrir dómstólum?

Æi, eins og ég sagði. Björn skiptir ekki máli.

N1 er ekki með heilsíðuauglýsingu í blaðinu í dag en í staðin er umfjöllun um áform þeirra um lífdísil á blaðsíðu níu og rætt við forstjórann.

Leiðarinn fjallar um tækifæri í ferðaþjónustu (sem vonda ríkisstjórnin er að reyna að skemma) og hamfarirnar í Japan (sem ekki er hægt að klína á ríkisstjórnina).

Minningargreinar eru á fimm blaðsíðum og Víkverji er helvíti fúll útaf fimmtán metra ruslaskattinum (ég líka). Hann ætlar ekki að borga.

Stjörnuspá dagsins segir að ef ég sé í umhverfi sem bæli sköpunarmátt minn sem stendur sé það ástæðan fyrir doðanum. Gott að vita það.

Anna skrifar _Velvakanda og segist ekki vlija borga Icesave. Henni finnst að bankar, Jón Ásgeir og Björgólfur Thor eigi að borga sjálfir en auðvitað ekki við. Þess vegna ætlar hún að segja nei. Kjósandi kvartar undan því að forseti vor hafi verið lagður í einelti í Silfri Egils um daginn.

Nágrannar mínir fóru í leikhús og Psycho fær heilsíðu. Fín umfjöllun um þá mynd sem ég sá fyrir langa löngu.

Fyrstu fermingarbörnin frá Fríkirkjunn í Reykjavík eru á baksíðu blaðsins ásamt föngulegu fólki í þjóðbúningum.

ps. Glöggir lesendur hafa kannski tekið eftir því að ég hef bloggað "aftur í tímann". Samantekir mínar á öllum moggum marsmánaðar er að finna í moggamarsflokknum.

*Hirti þótti það stefna öryggi grunnskólabarna í hættu að hafa útlendinga í vinnu í skólunum. "Hvað síðan með öryggisþáttinn? Hvers vegna í ósköpunum er öryggisstaðallinn í grunnskólum Reykjavíkur lækkaður með svo afgerandi hætti með því að hafa þar fólk við störf sem er óhæft til að bregðast við í neyðartilfellum vegna þess að það getur ekki gert sig skiljanlegt við nemendur skólanna og jafnvel ekki heldur við aðra starfsmenn þeirra?" og svo "Gerður fullyrðir aukinheldur að íslenska þjóðin vilji búa í fjölmenningarlegu samfélagi án nokkurra raka. Hvenær í ósköpuum var íslenska þjóðin eiginlega spurð að því hvort hún vildi búa í slíku samfélagi? Því er auðsvarað: Aldrei!"

Æi, hann hefur vonandi þroskast.

moggamars
Athugasemdir

Jón Frímann - 15/03/11 02:47 #

Hjörtur hefur ekkert þroskað. Hann stundar sama útlendingahatrið eins og áður. Í dag gerir hann það bara undir öðrum formerkjum en hann gerði hérna áður fyrr.