Örvitinn

Tengdasonur Íslands

Fiskveiðifrumvarp frestast er aðal fyrirsögn Morgunblaðsins í dag. Ég geri ráð fyrir að eigendur Morgunblaðsins séu sáttir.

Á forsíðu kemur einnig fram að "skilmálar Evrópska fjárfestingabankans um að lánshæfismat íslenska ríkisins haldis í horfinu séu óvanalegir". Engir sambærilegir skilmálar hafi verið á láni sem Norræni fjárfestinabankinn samþykkti í síðustu viku að veita Landsvirkjun..

Tölvuleikjaspilarar flykkjast til landsins á EVE fansfest, forsíðumyndin er af uppsetningu á veggmynd á Laugardalshöll.

Atli og Lilja verða í nefndum fréttum við á síðu tvö en forsíðufréttinn í fyrradag var sú að þau hefðu verið rekin úr nefndum í kjölfar þess að þau sögðu sig úr þingflokknum. Ég skil enn ekki af hverju það taldist frétt.

Umfjöllun um stöðu forsætisráðherra eftir úrskurð kærunefndar jafnréttismála er á síðu fjögur. Nú er fjallað um báðar hliðar málsins, vitnað í Þorgerði Katrínu sem telur stöðu forsætisráðherra "grafalvarlega" og einnig Arndísi Ósk Jónsdóttur sem telur vinnubrögð kærunefndar jafnréttismála gagnrýniverð.

Skopmynd dagsins fjallar um ritskoðun fjölmiðla (þó ekki út frá lögbanni á DV, heldur "ritskoðunarstofu ríkisins". Skopmyndin er ekki fyndin.

Staksteinar fjallar um Atla Gíslason og VG og tala um hreinsanir í gömlum stíl.

Þingmenn sem ekki segja sig úr flokknum, heldur kjósa að víkja úr þingflokknum vegna samvisku sinnar og trúnaðar við stefnu og kosningaloforð, er samstundin hent út úr nefndum þingsins.
... Stjórnarskráin gerir ráð fyrir að þingmenn fari eftir samvisku sinni. Stjórnmálaflokkar eru ekki með skilgreinda samvisku eftir því sem best er vitað svo stjórnarskráin getur ekki átt við þá. VG hefur þess utan undirstrakð að flokkurinn sé örugglega og algjörlega samviskulaus eins og meðferð hans á heilögum stefnumálum og kosningaloforðurm hefur sýnt.

Nanna Rögnvaldardóttir ráðleggur fólki varðandi smáréttarhlaðborð í fermingarveislum.

Við erum ekki í stakk búin til að taka við milljón ferðamönnum á ári og gjald á ferðamenn gæti skilað 40 milljónum á ári.

Leiðari dagsins fjallar um úrskurð kærunefndar jafnréttismála og stöðu Forsætisráðherra.

Það má vissulega telja að viðbrögðin núna hafi verið í þekktum stíl þegar í svari forsætisráðuneytisins, sjálfs jafnréttisráðuneytisins, er áliti kærunefdnar jafnréttismála svarað út í hött eða í besta falli með útúrsnúningum og eins og vant er þá er reynt að koma ábyrgð Jóhönnu Sigurðardóttur yfir á embættismenn eða nafnlausa ráðgjafa utan stjórnsýslunnar. Risið er það sama og áður á þeim bæ.

Ég vissi ekki betur en að ráðgjafinn "nafnlausi" sé einmitt nefndur á nafn framar í Morgunblaðinu í dag. Svo má spyrja hvort það sé að "svara út í hött" að vísa til þess að sá hafi verið ráðinn sem matsnefnd hafi talið hæfastan.

Anna Lilja Þórisdóttir skrifar pistil um þá tilhneigingu að kenna skólakerfinu um alla lesti barna, það sé skólanum að kenna ef börnin eru ókurteis, stundi einelti eða séu of feit.

Gústaf Adolf Skúlason telur að við eigum að læra af reynslu Svía sem tóku ekki upp Evru.

Reynsla Svía sýnir að fólki er alveg óhætt að fylgja hjartanu í stað hræðsluáróðurs elítunnar. Nei Svía við evru hefur ráðið úrslitum um að Svíþjóð stendur mun betur að vígi í dag en ella.
Íslendingar ættu að læra af þessarri reynsu Svía og ekki vera feimnir við að ganga gegn þeim hræðsluáróðri sem elítan á Íslandi heldur uppi gagnvart neii við Icesave. Það er eitthvað sem vantar þegar menn þurfa að hræða aðra til fylgdar málstaðnum. Fellum Icesave, tíminn mun leið í ljós að á Íslandi eins og í Svíþjóð að hótanir eru hjómið eitt.

Vantar ekki eitthvað þegar menn þurfa að nota hatursáróður til fylgdar málstaðnum? Hvaða "elítu" er Gústaf Adolf, fyrrverandi ritari Smáfyrirtækjabandalags Evrópu, að fjalla?

Hallur Hallson svarar Bolla Héðinssyni varðandi Icesave. Hallur er ekki fyndinn en hann er dálítið hlægilegur. Þrátt fyrir að við höfum rannsóknarskýrslu sem sýnir hvernig íslendingar höguðu sér fyrir erum við alsaklaus að mati Halls og vondir útlendingar kúguðu okkur.

Darling var illa upplýstur, skildi ekki málið og beitti lúabrögðum til þess að fella vinaþjóð. Mikil reiði reis í garð Íslendinga enda voru útlendir bankar að tapa þúsundum milljarða og hið alþjóðlega fjármálakerfi á brauðfótum.

Fjórar opnur fara undir minningargreinar.

Víkverji heldur áfram að fjalla um rithöfundinn Sjón. Stjörnuspáin er bull.

Á baksíðu er fjallað um heimsbikarmeistara karla í alpagreinum sem er "tengdasonur Íslands". Óskaplega er ég stoltur.

moggamars
Athugasemdir

Skorrdal - 25/03/11 00:24 #

Takk fyrir þessa meltingu; vel tuggið og kjarnanum hrækt út aftur! :D Takk kærlega!

Arnar - 25/03/11 10:29 #

"Darling var illa upplýstur.."

Og hverjir voru það aftur sem áttu að upplýsa mr. Darling?