Örvitinn

Hver er Guðmundur F.?

"Við finnum fyrir töluverðir aukningu aftur", sagði Þorsteinn Pálmason sem rekur fyrirtækið Allt-af ehf. Það afmáir m.a. veggjakrot og býr yfir sérstökum búnaði til þess.
Þorsteinn sagði að dregið hefði úr kroti eftir átakið gegn veggjakroti árið 2008 og það hefði ekki aukist fyrst eftir hrunið. Á tímabili sagði hann hafa verið að velta því fyrir sér hvort skortur hefði verið á úðabrúsum á landinu.

Skop og Staksteinar

Ég veit það kemur á óvart en skopmyndin er ekki fyndin. Staksteinar eru aftur sprenghlægilegir í dag. Þar skjóta þeir föstum skoðum á Áfram hópinn sem dirfist að nota íslenska fánann í merki sínu (gvuð minn almáttugur á innsoginu).

Af hverju er nauðsynlegt að skreyta sig með íslenska þjóðfánanum í bak og fyrir þegar er verið að skora á fólk að sýna Bretum og Hollendingum einstakan undirlægjuhátt?

Er ekki of langt gengið að vefja skuldum óreiðumanna inn í íslenska fánann til að koma þeim fyrir þjóðina?

Mátti ekki nota gömlu Icesave-veifurnar?

Þrotabú Landsbankans mun eiga mikið af þeim.

Er þessi notkun fánans ekki undarleg þegar í hlut á hópur sem hefur það sem keppikefli að gera fána Evrópusambandsins jafngildan íslenska þjóðfánanum?

Ég tel fánann reyndar sjaldan gott lógó en mikið óskaplega eru Staksteinar bitrir!

Meðallestur eykst

Morgunblaðið túlkar prentmiðlakönnun Capacent Gallup þannig að meðallestur blaðsins hafi aukist milli kannana en meðallestur Fréttablaðsins hafi dregist saman. Meðallestur Fréttablaðins er 59,96% en meðallestur Morgunblaðsins 33,18%.

Leiðari dagsins segir að það verði "sífellt ljósara að það er engin ríkisstjórn í landinu".

Miðað við atlögu Vinstri grænna gegn Geir Haarde er augljóst að sama tilefnið er nú til að draga Jóhönnu Sigurðardóttur fyrir Landsdóm og hann.

Guðmundur F.!

Guðmundur F. Jónsson viðskiptafræðingur og formaður Hægri grænna skrifar um erlend matsfyrirtæki sem hann telur vinna eftir pöntunum. Hvenær hætti Guðmundur að vera Franklín?

Halldór Úlfarsson skrifar um mestu skaðræðisríkisstjórn allra tíma. Nei, hann er ekki að tala um ríkisstjórnin sem ollu hruninu heldur þá sem tók við og er í því að hreinsa upp skítinn!

Ríkisstjórnin hafði alla bankana í hendi sér og þeim hefði verið í lófa lagið að leiðrétta erlend lán heimilanna strax um til dæmis 30% fyrir fólkið í landinu og ég held að 99% af lansmönnum hefðu sætt sig við það.

Ég tel að Halldór hafi kolrangt fyrir sér. Ég held að fæstir hefðu sætt sig við 30% lækkun heldur vilji miklu meira.

moggamars
Athugasemdir

Einar Jón - 31/03/11 09:49 #

Ljótt er það þegar Staksteinar eru farnir að leita til smáfuglanna eftir efni.