Örvitinn

Kristinn og fordómafullur

Er hægt að vera bæði kristinn og fordómafullur? Svarið má finna í niðurstöðum Ágústínusarverðlauna Vantrúar fyrir árið 2009.

Þess má geta að fræðimaður nokkur kallar Ágústínusarverðlaun Vantrúar aldrei annað en "háðungarverðlaun". Samt er ekkert er tekið úr samhengi, alltaf er vísað á orð verðlaunahafa þar sem þau birtust rétt. Öll ummælin eru opinber og sett fram af fullri alvöru. Ef það er einhver háðung fólgin í Ágústínusarverðlaunum þá tilheyrir hún alfarið þeim sem verðlaunin hljóta og kemur Vantrú ekkert við.

vísanir
Athugasemdir

Steindór J. Erlingsson - 03/04/11 15:32 #

Ummæli Þórhalls Heimis bera með sér að hann sé óttalegur einfeldningur eða með eindæmum óheiðarlegur. Er einmitt að lesa magnaða bók, The Origin of Satan eftir Elaine Pagels, þar sem fjallað um rætur gyðingahaturs kristinna manna. Samkvæmt röksemdafræslu Þórhalls voru þeir sem fundu upp kristni ekki kristnir!

Matti - 03/04/11 15:44 #

Samkvæmt röksemdafræslu Þórhalls voru þeir sem fundu upp kristni ekki kristnir!

Nákvæmlega.