Örvitinn

Vondu rökin

Þegar Jón Valur Jensson, AMX-liðar, séra Þórhallur Heimisson, Davíð Oddsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Hannes Hólmsteinn Gissurarson, Kryppugaurarnir, Loftur Altice, Hallur Hallsson, Hrannar Baldursson, DoctorE!, Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, Jakobína Ingunn Ólafsdóttir og Agnes Bragadóttir eru sammála um eitthvað eins og að segja nei get ég ekki annað en verið á öndverðri skoðun og sagt .

Þetta eru vondu rökin. Þið getið örugglega tekið saman sambærilegan lista um já-in. Eflaust rata ég á svona lista hjá einhverjum :-)
Margt vandað og vel gefið fólk hefur ákveðið að segja nei og sumir hafa sett fram ágæt rök fyrir þeirri afstöðu.
Icesave
Athugasemdir

Steindór J. Erlingsson - 05/04/11 18:16 #

Athyglisvert að sjá DoctorE og Jón Val sammála um eitthvað. Ég mun segja JÁ.

Helgi Briem - 05/04/11 19:20 #

Ég líka.

Ekki gleyma Pétri og fávitunum hans á útvarpi Sögu.

Tryggvi - 06/04/11 01:59 #

ætlaði að sitja heima og géta sagt ekki benda á mig en er núna ákveðinn JÁ maður vegna þess að við HHG ætlum ALDREI að vera sammála

Bragi Skaftason - 06/04/11 09:22 #

JVJ er minn siðferðislegi kompáss. HHG minn pólitíski kompáss. Þeir tveir saman og úr verður GPS.

Bragi Skaftason - 06/04/11 09:28 #

Þá meina ég að sjálfsögðu að þeir eru norðrið fyrir mitt suður.

Arnar - 06/04/11 09:47 #

Mér finnst að 'Nei' svar möguleikinn ætti að vera tvíþættur:

Nei - En ef breskur banki með útibú á Íslandi hefði orðið gjaldþrota ætti breska ríkið að sjálfsögðu að tryggja íslenskar innistæður í þeim banka.

Nei - Og ef breskur banki með útibú á íslandi hefði orðið gjaldþrota ætti breska ríkið að sjálfsögðu ekki að tryggja íslenskar innistæður í þeim banka.

Svo mætti telja öll atkvæði með fyrra Nei-inu sem Já.

Einar K. - 06/04/11 15:28 #

Gervöll Samfylkingin segir 'já'. Með sömu rökum og þú rekur hér í pistlinum hallar það manni enn frekar að nei-inu. :)

Matti - 06/04/11 15:37 #

Má ég ekki bara kalla þig Jón Val héðan í frá ;-)

Einar K. - 06/04/11 15:38 #

Er upptekinn við annað í augnablikinu. Svara þessu ítarlega síðar.

Matti - 06/04/11 15:39 #

Það er engin ekki þörf á ítarlegu svari hér.

Einar K. - 06/04/11 15:50 #

Döh, er þetta ekki standard svar hjá JVJ við óþægilegum spurningum? ;) "Upptekinn, svara síðar"

Ergo, þú mátt kalla mig Jón Val.

Matti - 06/04/11 16:11 #

Hehe, ég fattaði það ekki :-)

Matti - 27/06/12 11:38 #

Ætli ég gæti ekki endurnýtt þessa færslu og heimfært á forsetakosningarnar?