Örvitinn

Actavis flytur í skattaskjól

RÚV sagði frá því í gær að Actavis flytji til Sviss. Samkvæmt fréttinni er ástæðan skortur á hæfu starfsfólki. Actavis flytur til borgarinnar Zug.

Palli benti mér á að 60 mínútur var einmitt að fjalla um Zug. Þangað flytur fullt af fyrirtækjum, ekki vegna þess að mikið sé af sérfræðingum í lyfjageiranum, heldur vegna þess að skattar á fyrirtæki eru lágir. Actavis er semsagt að forða sér undan sköttum.

Ýmislegt
Athugasemdir

Matti - 06/04/11 11:39 #

Gaman að sjá ýmsa aðila byggja á þessari bloggfærslu en engan vísa á hana :-)

Arnar - 06/04/11 11:57 #

Taka þeir ekki skuldirnar sínar með sér?

Matti - 06/04/11 11:59 #

Jú, heildarskuldir þjóðarbúsins munu minnka verulega við þetta.

Ásgeir - 06/04/11 12:39 #

Já, en skattar í þessari borg eru ekki nema 2 prósentustigum lægri en á Íslandi

Svo skilst mér að fyrirtæki þurfi líka að borga til svissneska alríkisins, og þá hækki talan, ég þekki það svo sem ekki.

Matti - 06/04/11 12:41 #

Það eru víst ýmsar leiðir til að komast hjá því að greiða skatta þarna.

Ásgeir - 06/04/11 13:17 #

Það er svo sem eftir öðru.