Örvitinn

Góðu rökin - I

Mér finnst Jóhannes Karl Sveinsson og Lárus Blöndal sannfærandi þegar þeir benda á að samningaleiðin sé skynsamleg jafnvel þó ekki sé öruggt að ábyrgðin sé okkar. Eins og þeir benda á er dómstólaleiðin dýr, seinleg og áhættusöm. Þegar allt kemur til alls snýst þetta um hagsmuni.

Icesave - Jóhannes Karl Sveinsson og Lárus Blöndal from Áfram on Vimeo.

Ég var sérstaklega ánægður að sjá þá svara spurningunni um það af hverju Bretar og Hollendingar hirða ekki bara þrotabú Landsbankans.

Ég ætlaði reyndar ekkert að halda Icesave færslunum áfram en hef ekkert betra að gera meðan það er handbolti í sjónvarpinu.

Icesave